Norðurljósið - 01.01.1965, Side 84

Norðurljósið - 01.01.1965, Side 84
84 NORÐURLJÓSIÐ SPURNINGAR ÆSKUNNAR Eftir MEL JOHNSON, œskulýðsleiðtoga. 1. Þegor ég fer út ó kvöldin, verð ég vondræðoleg og finnst ég vero lítill krokki, þegar ég þorf oð vero komin heim ó ókveðnum timo. Hvernig ó ég að segja piltinum þetta, sem ég er með? Bezta leiðin er að segja: „Ég verð að vera komin heim á vissum tíma.“ Þetta segir þú piltinum um leið og þið hittist. Honum finnst það líklega ekki eins ægilegt og þú heldur. Góður piltur væntir þess, að stúlkur fylgi einhverj- um reglum. Að vera komin heim á vissum tíma er ein þeirra. Pilti mundi þykja það skrýtið, ef stúlka segði, að það væri alveg sama, hvenær hún kæmi heim. Hann gæti hugsað sér og það með réttu, að foreldrum hennar þætti ekki mikið vænt um hana. En — hefir þér ekki dottið í hug, að pilturinn geti þurft að vera kominn heim á vissum tíma lika? 2. Vinstúlka mín rændi fró mér piltinum, sem ég hefi verið með. Hvað á ég að gera? Láttu vinstúlku þína hafa hann, og sjáðu, hvort þú færð ekki annan. Láttu engan sjá, að þú sért svo lítið þroskuð, að þú rjúkir upp bálreið og gefir með því til kynna, að þú eigir fáa vini. Honum getur ekki hafa litizt eins vel á þig og þú hefir haldið. Snupraðu heldur ekki vinstúlku þína. 3. Eg er niðurdreginn út of því, hve ég á erfitt með oð eignost vini. Mig longar ekki til að sleikja mig upp við fóik. Hvernig á ég að sigra þetta? Fyrsta atriðið í vináttulistinni er að vera vinur. Reyndu að lyfta fólki upp, uppörva það! Æfðu þig í að hlusta á aðra og segja svo eitthvað skynsamlegt. Fólki geðjast vel að þeim, sem kann að hlusta á það, en segir síðan eitthvað, sem er einhvers virði. 4. Fólkinu minu finnst, oð ég ætti að vero meira heima í vrí- tímum minum. Eg vil heldur vera með vinum minum. Hvað á ég aS gera? Þú veizt ekki, hve gott þú átt. Til eru þeir unglingar, sem gefa vildu hægri arm sinn til þess að eiga heimili, þar sem fólkið vildi hafa þá hjá sér. Það kemur sá tími, að þú eignast heimili, og allt, sem þú getur lært núna um heimilislíf, kemur þér þá að gagni. Pabba þinum og mömmu mundi líklega þykja gaman að taka þátt í áhuga- efnum þínum með þér. Mörg vandamál þín og áhugamál eru hin sömu og þeirra voru á þínum aldri. 5. Eg er með strók, við fóum okkur kók, og svo ekur honn eitt- hvað með mig og leggur bílnum. Hvað mundir þú gera? Þetta er einhver lélegasta tegund skemmtana. Þetta krefst engra sérstakra hæfileika. Allir strangheiðarlegir unglingar gera ekki slíkt. Strák, sem gefur stúlku kók og reynir svo að kreista það upp úr henni með faðmlögum, ættir þú eftir minni skoðun að hætta að vera með. Ef ég væri þú, mundi ég sjá til þess, að ég mætti ekki vera að því að fara út með honum næst, þegar hann vildi fá mig með sér. 6. Mér geðjast vel að vissum pilti, en ég verð að loumast burt, þegar ég ætla að vera með honum, af þvi að foreldrar mínir vilja það ekki. Er ég flón? Ég held það. Taktu ofan flónshúfuna, og settu upp dá- litla skynsemi með því að tala við fólkið þitt. Hefir þú gefið foreldrum þínum tækifæri til að kynnast honum? Ef hann er góður, siðsamur piltur, þá sér fólkið þitt það fljótt. Foreldrar þínir vilja þér allt hið bezta. Farðu ekki á bak við þau. Þú tapar á því, . . . tapar miklu. 7. Eigo foreldrar oð lóta börn sín fara í kirkju, þegar bornið vill ekki fora? Auðvitað eiga þau að gera það. Þau láta börnin fara í skóla. Hefir þú komizt áfram með að vilja ekki fara í skólann? Foreldrar þínir hafa áhuga fyrir, að þú lærir, og það er alveg eins þýðingarmikið fyrir þig að kynnast orði Guðs. Þú átt skynsama foreldra, ef þeir vilja láta þig fara í kirkju. (Eða á kristilegar samkomur. Þýð.). 8. Ættu unglingar að vera að japlo tyggigúm i kirkju eða tala saman? Presturinn, djákninn alveg jafnt sem foreldrarnir ættu að sjá um, að unglingarnir séu fræddir um, að þetta er ókurteisi og heimskulegt. Sé þetta látið óátalið, styrkir það þá í því, sem er rangt. (Sama gildir líka um kristilegar samkomur. Þýð.). 9. Vinstúlka mín situr nærri þvi ofon ó piltinum sinum, meðan hann ekur bílnum. Hvoð ó ég að segja henni? Segðu henni, að þetta sé hættulegt og óþægilegt fyrir piltinn. Ég geri ekki ráð fyrir, að stúlkan haldi í hand- fangið á hurðinni, en ég geri ráð fyrir, að hún sé skynsöm. Sittu í miðju sætinu. Það er öruggt og þægilegt. Ég mundi ráðleggja piltinum að hafa hendurnar á stýrishjólinu og augun á veginum (bæði augu og báðar hendur.). Skyn- samt æskufólk biður Krist að vera með sér, þegar það fer út saman. 10. Hvað mudir þú gera, ef þú ert saklaus, en fólk talar illa um þig? Að lifa þannig hverja stund dagsins, að fólk trúi því ekki, sem sagt er. Láttu ekki þetta liggja þungt á þér, en lifðu hreinu, kristilegu lífi, án þess að þú talir illa um aðra eða leitist við að hefna þín á þeim. 11. Eg er i efsta bekk gagnfræðaskóla og ó yngri bræður og systur. Þou eru alltaf að snuðra i herberginu mínu — og mammo gerir það lika. Hvers vegna lofa þau mér ekki að vera í friði? Þú ættir að ræða þetta vandamál við föður þinn og móður þína. Herbergi ungrar stúlku er kastali hennar, — ef hún heldur því snyrtilegu og hreinu. Láttu þitt vera eins fallegt og höll drottningar. Þá líklega virðir móðir þín meir lokuðu dyrnar. Til þess að vera viss um, að henni finnist þú ekki loka hana úti, þá farðu með hana eins og gest og bjóddu henni að koma inn og sjá snotra herbergið þitt og kannski hlusta á nýjustu plöturnar þínar. Þú kærir þig þó ekki um að vera skilin alein eftir allan tímann? 12. Eg elska foreldra mína mikið, en ég ó erfitt með að hlýða undir eins, þegar mér er sagt að gera eitthvað. Mér þætti vænt um róðleggingu. Þú ættir að hlýða foreldrum þínum, því að það er rétt og biblíulegt. Gerðu þér það alveg ljóst, að það er merki um þroskaðan ungling, að gera það, sem faðir eða móðir seg.ir honum að gera, gera það þegar í stað. 13. Hvað segir þú um vasapeninga? Foreldrar eiga að láta börn sín á unglings aldri fá vasapeninga, sem samsvari því, sem þau vinna heima. Hér

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.