Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 85

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 85
NORÐURLJÓSIÐ 85 er staður handa þér að eiga alltaf eitthvað skilið af for- eldrum þínum án þess að heimta það. 14. Er nokkur leið til þess, að ég geti komið foreldrum minum í skilning um, að við lifum ó 20. öldinni. Foreldrar þínir eru ekki gamaldags — Þau eru aðeins ekki nógu nýtízkuleg fyrir þig. Eg veit ekki, hvar í tíman- um fólk þitt vill lifa, en það gæti verið gott fyrir þig að hugsa um, að foreldrar þínir sjá og heyra svo margt um aðra unglinga, að þau vilja varðveita þig frá því. Þau vilja, að þú fáir það bezta í lífinu. Láttu ekki bregðast, að þú skiljir það, að flest af því, sem pabbi þinn gerir, er til að verja þig skakkaföllum, og það er knýjandi löngun hans, að stúlkan hans eða drengurinn hans verði bezti ung- lingurinn. 1 5. Hvað í ósköpunum er að þeirri monneskju, sem getur ekki haft samband við Guð i bæn? Við skulum lesa saman bréf Jakobs 4. kafla, 3. vers: „Þér biðjið og öðlist ekki, af því að þér biðjið illa, til þess að þér getið sóað því í munaði yðar (fýsnum yðar, ensk þýð.).“ Eg vil bæta við fimm atriðum, sem hindra, að bænin beri árangur: 1. Skortur á trú. 2. Eigingjarn tilgangur með bæninni. 3. Hugarfar, sem vill ekki fyrirgefa öðrum. 4. Sjálfsálit, hroki. 5. Ranglæti í hjartanu. 16. Vandamól mitt er sjólfsólit. Vilt þú hjólpa mér að sigra þetta? Fyrsta sporið ætti að vera að lesa vandlega Guðs orð. 1 guðspjalli Jóhannesar 3. 30. lesum við: „Hann á að vaxa, en ég að minnka.“ Auðmýkt þín mun koma í ljós, ef þig langar til að beina athygli að öðru fólki fremur en þér, hvað það er að gera, og að starfi þess. Vertu ekki höfðingjasleikja! UngLingarnir sjá það fljótt og mun finn- ast, að þú sért upp með þér. Hve margt fólk er fúst til að gera lítilfjörleg verk eins og mikilvæg? 17. Heldur þú, að þoð sé rangt fyrir ungt, trúlofað, trúað fólk oð foðmast og kyssast, ef þoð er gert i þeim tilgangi einum að tjó hvort öðru óst sina? Mér finnst, að ungt, trúlofað fólk sé alltaf að leika sér að eldinum, þegar það fer að faðmast og kyssast. Hvatir þess og tjóning á ást sinni geta verið mjög einlægar, en gleymdu því ekki, að girndin er ein af gildrum djöfulsins til að leiða ungt fólk í erfiðleika. Ekkert trúlofað fólk ætti að leyfa sér að vera saman, nema það sé fullvisst um, að Kristur, sem það elskar og þjónar, horfi á allt og samþykki allt, sem það gerir. 18. Hvað er fyrsta sporið, sem cg á að stiga, til þess að lifa réttu, kristilegu lifi? 1. Taktu á móti Kristi sem eigin frelsara þínum. Fel þú honum alveg að annast fyrirgefningu synda þinna. Reiddu þig á þá staðreynd. að hann hefir borgað til fulls fyrir syndir þínar. „Þann, sem þekkti ekki synd, gerði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum.“ 2. Kor. 5. 21. 2. Taktu á móti Kristi sem lausnara þínum — til að leysa þig undan valdi syndarinnar. Reyndu ekki að gera það sjálfur. 3. Treystu Kristi sem Drottni þínum — leggðu þig alveg undir vald hans. Reyndu ekki að ráða lífi þínu sjálfur. Ævi, sem er alveg gefin undir vald Krists, er gleðirík alla tíð. 19. Þarf ég að jóta eða viðurkenna trú mína á Krist opinberlega? Það er göfug sjón að sjá ungling gefa sig Kristi alger- lega. Ef það er ásetningur hjarta þíns að standa við ákvörðun þína og lifa fyrir Krist og eiga ekkert annað markmið um ævina, þá ættir þú að viðurkenna Krist opinberlega, taka opinbera afstöðu með honum . . . Slík opinber játning knýr fram aðdáun annarra, sem þú ert að leitast við að vitna fyrir um Krist. Drottinn Jesús sagði: „Hver sem því kannast við mig fyrir mönnunum, við hann mun ég einnig kannast fyrir föður mínum á himnum.“ Matt. 10. 32. Davíð sagði: „Ég greiði Drottni heit mín og það í augsýn alls lýðs hans.“ Sólm. 116. 14. 20. Hve fljótt hættir freisting eftir það, oð ég hefi frelsaxt? Þegar þú leitast við að þjóna Drottni með öllu, sem þú hefir, þá fer hún að byrja. Þú ert iifandi dæmi um náð Guðs, og Satan hatar Meistarann, sem þú þjónar, og mun berjast við þig við hvert tækifæri. Yertu hughraustur því að Kristur er við hlið okkar, og hann er sterkari en Satan. Freisting er raunverulegt próf handa barni Guðs, sem fúslega gefst honum . . . Freisting er ekki synd, en það er syndsamlegt að láta undan freistingunni. Haltu því föstu í huga þér, að vöxtur heimtar prófun, því að með prófun- inni lærum við að standa á móti Satan, og með því að standa á móti verðum við sterkari. 21. Hvað mun það kosta mig að fylgja Kristi? Það mun kosta sjálfan þig! Þetta er það minnsta, sem þú getur gefið, þegar þú gerir þér ljóst, að Kristur gaf sjálfan sig fyrir þig, til þess að þú gætir eignazt eilíft líf. Þú munt verða að játa þína aumu synd — hætta við hana — og lifa alveg nýju lífi í þeim krafti, sem Guð lætur koma inn í þig. I þeim mæli sem eiginviljinn fer út, kemur Kristur inn í líf þitt. Mundu eftir því, að fyrsta atriðið er ekki, hve mikið þú getur fengið af Kristi, heldur hve mikið af þér er gefið honum. Þegar þú skilur, að þú ert ekki mikils virði, heldur að maðurinn er mold, líkur gufu, sem sést um stutta stund og hverfur síðan, þá munt þú vilja, að Kristur fái alla hæfileika þína, tíma þinn. Það, sem þetta kostar, verður sem ekkert á móts við þau laun, sem þú munt fá, þegar Kristur verður þungamiðja þíns ham- ingjusama lífs. Þýtt með leyfi útgefanda: Zondervan Publishing House, Grand Rapids, Michigan, U.S.A. ----------x----------- BIBLÍUNÁMSKEIÐ EMMAUS-BRÉFASKÓLANS veita mjög gagnlega fræðslu um alls konar biblíuleg efni. Tvö þeirra eru til ó íslenzku. ORDID GUÐS, sem er ætlað þroskuðum börnum og unglingum ó fyrri hluta gagnfræðastigs. Það er ókeypis, og þvi fylgir ókeypis eintak af Jóhonnesar guðspjaili. BIBLÍU- KENNINGAR er nómskeið handa þroskoðri unglingum og fu11— orðnum. Það kostar 20 kr. Skrifið til Emmaus-bibliuskólans, hólf 418, Akureyri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.