Norðurljósið - 01.01.1965, Page 89

Norðurljósið - 01.01.1965, Page 89
NORÐURLJ ÓSIÐ 89 ÉG TRÚI Á KRAFTAVERK Eftir Kathryn Kuhlman. 5. Betty Fox. Eg gleymi því aldrei, þegar ég sá hana í fyrsta sinn, snara, litla, laglega stúlku, brúneyga með löng, dökk augna- hár . . . Það var erfitt fyrir mig að trúa því, að þessi stúlka væri alls ekki „stúlka“, heldur móðir, sem átti uppkominn son. Vafalaust er þó erfiðara fyrir þá, sem ókunnir eru mætti Guðs, að trúa því, að ekki löngu áður hafði þessi fjör- mikla kona, geislandi af heilbrigði, verið komin nærri dauða af mænukölkun. Betty Fox hafði árum saman verið veik af þessum misk- unnarlausa sjúkdómi, sem ennþá þekkist engin lækning á. Þetta er sjúkdómur, sem hlífðarlaust heldur áfram, unz sjúklingurinn verður að lokum ósjálfbjarga, þó að bæta megi líðan hans og jafnvel virðist bati koma um tíma. Betty var orðin ósjálfbjarga um vorið 1950. Hún hafði ekki mánuðum saman farið úr íbúð sinni á fjórðu hæð, nema þegar maður hennar bar hana til læknisins, því að henni var ómögulegt að ganga. Þegar maður hennar var heima, bar hann hana um kring eins og smábarn. Þegar hann var ekki heima, skreið hún um gólfið, hvert sem hún þurfti að fara. En jafnvel með þessari aðferð komst hún ekki langt, þar sem raun- verulega gagnslausir handlegg.ir hindruðu hana. Auðvitað voru sumir dagar betri en aðrir, en það er einkenni sjúkdómsins. Á þessum „góðu“ dögum gekk henni ofurlítið betur, þannig, að hún gat farið krókaleið frá ein- um stólfæti til annars og komst lengri leið. Fótleggir voru ískaldir og dofnir og armar upp að oln- bogum. Hendur voru gagnslausar. Hún gat ekkert tekið upp eða gripið utan um nokkuð. I langan tíma hafði hún orðið að láta mata sig, en um það sáu vinsamlegir nágrannar hennar til skiptis, þegar maður hennar var ekki heima um miðjan daginn. „Og þegar þeir reyndu að mata mig,“ rifjar Betty upp, „hristist ég stundum svo mikið, að þeir gátu ekki komið skeiðinni upp í munninn á mér.“ Horfurnar hjá Betty voru orðnar mjög slæmar. Auk þessarar mænukölkunar var hjartað í hættu. Læknirinn hafði sagt manni hennar og syni, að það gæti ekki staðizt endalaust þá alvarlegu áreynslu, sem sífelldur skjálfti olli, en sjúkdómurinn var orsök hans. Það var dag nokkurn í apríl, að sonur hennar sagði: „Mamma, hvers vegna sækir þú ekki þessar guðsþjónustur, þar sem Kathryn Kuhlman prédikar? Þegar ég fer framhjá Carnegie salnum á leið í eða úr vinnu. hefi ég séð fólk ganga út að sjúkravögnunum, sem flutti það á samkom- urnar. Eg hefi séð fólk ganga út og bera hækjurnar sínar. Hvers vegna fer þú ekki og sér hvað gerist?“ Betty svaraði fljótt: „Jæja, elskan, ég er orðin of veik. Læknarnir segja allir, að alls ekkert verði gert.“ „Hlustaðu, mamma,“ svaraði sonur hennar með festu. „Ég hefi séð það fara inn á sjúkrabörum og séð það koma gangandi út. Geti þetta komið fyrir aðra, getur það gerzt með þig.“ Pilturinn hélt áfram að hvetja móður sína, þangað til hún samþykkti að lokum að hlusta á daglegu útvarpsþætt- ina. Það var þó hægar sagt en gert, því að henni var alveg ómögulegt að snúa takkanum, til að kveikja á útvarps- tækinu. Á hverjum degi áður en maður hennar fór til vinnu setti hann hana annaðhvort í sófa eða á þægilegan stól og útvarpið við hlið hennar. En þar varð hún að vera alveg ósjálfbjarga, unz einhver kom henni til aðstoðar. Það var á föstudagsmorgni snemma í maí, nokkrum mínútum áður en útvarpið skyldi hefjast, að vinkona hennar gekk inn. „Betty,“ sagði hún, „ég skrifaði bænarbeiðni fyrir þig, og mig langar til, að þú hlustir í dag.“ Hún kveikti á tækinu fyrir Betty, og þær sátu saman á sófanum og hlustuðu, en nafn Betty var ekki nefnt í útvarpinu. Næsta dag, laugardag, þegar ekkert útvarp var, kom önnur kona að finna Betty. Þær sátu í dagstofunni og töluðu saman, þegar það gerðist skyndilega. „Ég hélt það væri eitt af venjulegu skjálftaköstunum,“ segir Betty, „og þá fór ég allt í einu að titra svo mikið, að ég fann, að þetta var eitthvað gerólíkt. Vinkona mín varð. svo hrædd, að hún fór heim. Hún sagði mér seinna, að hún hélt ég væri að deyja. Ég varð hrædd og fór að skríða gegnum forstofuna, og þá mætti ég mágkonu minni, sem var að koma að finna mig og hún fór með mig aftur inn í dagstofuna. „Meðan ég sat þar,“ heldur Betty áfram, „skalf ég svo mikið, að ég hélt ég mundi detta í sundur. En þessi skjálfti var ólíkur! Mágkona mín hélt, að vindlingur gæti hjálpað mér, svo að hún kveikti í einum og rétti mér, en ég blátt áfram gat ekki reykt hann. Þá var það skyndilega og allt í einu, að skjálftinn hvarf, eins og einhver hefði tekið rafstraum af, og ég hætti að skjálfa.“ Bróðursonur Betty, þr.iggja ára gamall, var staddur í herberginu, þegar þetta gerðist og hann spurði: ..Hvað kom fyrir, Betty frænka, að þú hættir allt í einu að skjálfa svona?“ Hún vissi svarið, er spurningin kom: „Ég — ég held, að Guð hafi læknað mig,“ svaraði hún, og það var rétt. Betty hafði fengið lækningu á því andartaki. Síðan hefir hún aldrei þjáðst af þessum skjálfta. tr örmum hennar hafði dofinn horfið á andartaki og eins úr fótleggjunum, og hún gat þegar í stað farið að nota hendurnar. Áre/nslu- laust hallaði hún sér til hliðar og slökkti á viðtækinu og greip upp bók, sem hún hafði af tilviljun velt á gólfið, meðan á þessu stóð. 1 aðeins einu tilliti var ekki lækning hennar alger þegar í stað. „Ég varð að læra að ganga á nýjan leik,“ segir hún, „og eins og barn varð ég að læra að ganga upp og niður þrep, en það tók aðeins stuttan tíma.“ Betty varð svo áköf vegna þess, sem komið hafði fyrir, að hún kallaði inn til sín alla, sem hjuggu í fjölbýlishús-

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.