Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 10
10
NORÐURLJOSIÐ
hann gæti það ekki. Hann fann, að hann átti enga samleið með
fólkinu og víninu lengur. Það þótti mér vænt um.
Eitt sinn ræddum við samskipti karls og konu. Sagði ég hon-
um þá, að svo væri að sjá af biblíunni, að Guð liti á þá stúlku
sem eiginkonu manns, er hann hefði fyrst samfarir við. Ef hann
kvæntist henni ekki, þá væru öll slík afskipti hans síðar af öðr-
um konum hórdómur.
Ekki mótmælti Davíð þessu, en mér fannst ég skilja á honum
eitthvað svipað og lærisveinarnir sögðu við Krist, er hann ræddi
um þessi mál: „Ef svo er farið málefnum mannsins gagnvart
konunni, þá er ekki gott að hafa afskipti af konum.“ Þetta voru
ekki orð hans, en í þessum anda. Það tel ég mig muna rétt.
Ég sagði honum þá, að fyrir þessar syndir sem aðrar væri hægt
að fá fyrirgefningu Guðs vegna dauða Krists á Golgata fyrir
syndir okkar. Ef Guð fyrirgæfi okkur vegna Krists, þá væri þetta
afmáð og þess yrði ekki framar minnzt. Auðvitað á þetta heima
um allar syndir, sem við mannanna börn kunnum að fremja.
Það er til fyrirgefning hjá Guði vegna Jesú Krists. Þetta er
gleði'boðskapur biblíunnar, og þennan boðskap þótti mér sem
Davíð skildi vel. Og ineir en það: tryði honum.
Auðvitað liggur það í hlutarins eðli, að fólk, sem tráir frið-
þægingu Krists og reynir fyrirgefningu Guðs vegna hennar, hætt-
ir við syndir sínar og lifir ekki framar í þeim. Friðþægingartrú-
in er ekki til þess, að menn syndgi meir en áður, heldur minna
og að lokum alls ekki, ef þeir læra að lifa í nánu samlífi við hinn
upprisna, sigrandi Drottin Jesúm Krist.
Ég sagði því einhverju sinni við Davíð, að hann ætti að taka
opinbera afstöðu með Kristi. „Ég hefi gert það,“ sagði hann.
Vitnaði hann þá til orða í leikriti sínu „Vopn guðanna:“ „Kross-
inn sigraði sverðið.“
Ég hafði ekki þá lesið leikritið, en hefi gert það síðan. Skil
ég því nú, betur en áður, afstöðu hans. Allur þorri íslenzkrar
þjóðar afneitar krossi Krists. Davíð skarst úr leik. Hann semur
leikritið, virðist mér, til að boða sigur krossins. Hann segir þar
t. d.:
„Og ekkert hylur upprisunnar ljóma, ef andinn skilur kross-
ins leyndardóma.“ „Við krossinn skalt þú kné þín í auðmýkt
beygja.“ „Hann veitir þeim frið, sem lúta krossins merki.“ „Og
vitið það allir, sem mannlegt frelsi skerðið, að krossinn sigraði
sverðið.“
Kristin trú er reist á grundvelli dauða Krists á krossi og upp-