Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 111
NORÐURLJ ÓSIÐ
111
vínsöluborði. Hann hafði beðið um drykk, fengið hann, en ekki
snert hann. Þá gerðist eitthvað, sem hann getur ekki til þessarar
stundar skýrt. Það var þó hinn sterkasti kraftur, sem nokkru
sinni hefir snortið persónu hans.
Skyndilega sá hann sjálfan sig, eins og Guð sá hann, syndara,
vesaling, aumstaddan afbrotamann gagnvart Guði; mann, sem
átti ekki skilið hreina ást lítillar stúlku; mann, sem þurfti að
hreinsast af öllu ranglæti og að frelsast frá valdi syndarinnar.
Ósjálfrátt féll hann á kné við endann á vínsöluborðinu, — og
í stofu, sem full var af mönnum, kallaði hann upp án þess að
blygðast sín: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur!“
Meira var það ekki. Þetta var stutt bæn. En hún kom frá ein-
lægu og iðrandi hjarta manns, sem sjúkur var af synd. Hún
kom frá manni, sem vildi verða laus undan valdi syndarinnar;
frá manni, sem vildi í raun og veru hafa Krist með í lífinu,
fá að þekkja reynslu litlu stúlkunnar sinnar og raunveruleik per-
sónu Jesú, eins og hann speglaðist í líferni Ann. Hann hafði séð,
hvað þessi reynsla hafði gert í ævi hans afa, og hann vissi, að hún
var raunveruleiki!
Hann fullyrðir, að bæn hans var ekki lengri en þetta. En á
því andartaki gerðist kraftaverkið mesta, sem mannleg vera get-
ur reynt. Red varð ný sköpun í Kristi Jesú, og hann var þegar
í stað algerlega og varanlega frelsaður frá áfengisnautn.
Dolans-fjölskyldan á nú nýtt heimili, sem hún nýtur í sam-
einingu. Eftir tvö ár sem nemandi í tækniskóla i Carnegie, er
trúin hennar Audrey eins örugg, eins traust, eins heilbrigð og
einföld eins og þegar hún setti frímerkið öfugt á umslagið og
skrifaði fyrsta bréfið sitt til Kvenprédikarans.
Þetta er Guð; að á loftsvölum í fyrirlestrarsal gaf kona sjálfa
sig Drottni; að við endann á sveitavegi veitti faðir hennar hon-
um viðtöku; að í troðfullri vínsölukrá gaf maður hennar honum
hjarta sitt. Og allt þetta af því, að lítil stúlka bað, — fyrir sak:r
Jesú.
10. Elizabef-h Gethin.
„Eg kom sem efasemdakona." Þetta voru sönn orð og játning
af vörum konu, sem er alkunn á sviði félagsmála og hjúkrunar.
Hún er jafnkunn nú á kristilega sviðinu.
Elizabeth Gethin stundaðj háskólanám við Pennsylvaníu há-