Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 42
42
NORÐURLJOSIÐ
hvað eftir annað, í stað þess að hlusta á.
„Jonni,“ kallaði hún til hans, „hvað í ósköpunum
ertu að fikta við, hvað hefir þú í vasanum? Þú
hlustar ekkert á það, sem ég segi. Komdu hingað
undir eins.“
Jonni eldroðnaði og gekk hægt upp að kennara-
borðinu.
„Hvað ertu með þarna í vasanum? Láttu það á
borðið.“
Jonni lét hvert rósarblaðið af öðru á borðið.
„Þetta var rós. Eg bað mömmu um hana handa
þér, þegar ég lagði af stað. Ég setti hana í vasa
minn, en gleymdi því, að hún væri þar. Ég notaði
jakkann minn sem markstöng, og ég held ég hafi
stigið einu sinni eða tvisvar ofan á hann, og —
og . . . . “ Svo gat hann ekki sagt meira.
Kennslukonan var mjög væn og skilningsgóð. Hún
tók það, sem eftir var af yndislegu rósinni og and-
aði að sér ilmi hennar.
„Jæja, Jonni, þú getur farið aftur í sætið þitt, og
ég þakka þér fyrir rósina. — Ég ætla að taka við
henni eins og hún er, en ég hefði miklu fremur vilj-
að eiga hana eins og hún var.“
Gamall maður kraup niður við aftasta bekkinn
í kirkjunni minni. Hann sagði Jesú frá neyð sinni,
þörf sinni að eiga hann sem frelsara, og festi traust
sitt á honum. Hann bað Jesúm að eiga það, sem eftir
væri af ævi sinni, sem hann hafði stórskemmt með
því að þjóna syndirmi og Satan.
Jesús segir aldrei „Nei“ við syndugan mann, en
ef til vill hugsar hann á þessa leið: „Ég skal taka
við þér, eins og þú ert, en — ó, að ég hefði fengið
þig, eins og þú varst, þegar þú varst ungur.“ Ef þessi
aldraði maður hefði gefið Drottni Jesú ævi sína,