Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 16
16
NORÐURLJ ÓSIÐ
Fréttir bárust líka eitt sinn um það, að Kruschev hefði haldið
ræðu gegn ofdrykkju, og nú síðast kemur fregn, sem er á þá
leið, að afbrot, sem framið er í ölæði, fái þyngri refsingu, af
því að sá var drukkinn, sem framdi það. Hingað til hefir það
verið talin nokkur afsökun, ef maðurinn, sem af sér braut, var
ölvaður. Heill sé Rússum, ef þeir framfylgja þessu.
Vera má, að við getum, Islendingar, nokkuð lært af Rússum
í þessu atriði. Það er alltof almennt, að ölvun sé talin afsaka
brot gegn lögum og almennu velsæmi. Þetta þarf að breytast.
Maður, sem byrjar að neyta víns, er allsgáður. Hann veit, að
„vín rænir viti,“ sviptir menn sjálfsstjórn og dómgreind, örvar
fýsnir, kveikir girndir, sneyðir manninn mótstöðuafli gegn því,
sem hann veit, að er rangt að hafast að.
Sem betur fer hafa menn á landi hér áttað sig á því, að ölvaðir
menn við akstur eru hættulegir menn á götum úti, og réttinda-
missir eða svipting ökuleyfis er ekki ótítt fyrirbrigði. Væri bet-
ur, að allir, sem bifreið nota, myndu eftir þessu: „Hjá drukkn-
um manni er dauðinn við stýrið.“ Þurrar tölur geta aldrei skráð
né skilgreint tjónið, sem áfengið vinnur landi og lýð. hvort held-
ur er með bifreiðaslysum, öðrum slysum eða á annan hátt. í
sumum skólum Bandaríkjanna hefir því verið veitt at'hygli, hve
bágt þeir unglingar eiga, sem búa við þá sorg, að faðir þeirra
eða móðir eða foreldrarnir báðir drekka. Æskufólk, góðum gáf-
um gætt, getur ekki notið sín við námið, ekki notið félagsskapar
annarra ungmenna, sem vilja bjóða því heim með sér. Væri
heimboðið þegið, yrði að bjóða aftur heim til sín. Og hvernig
færi, ef pabbi eða mamma væru þá allt í einu komin á túr, þeg-
ar gesturinn kæmi, og heimilið allt á öðrum endanum? Slíka
smán er ekki unnt að bera, betra að einangra sig, vera ekki með,
bera harm sinn í hljóði, jafnvel veslast upp og deyja.
Reynt hefir verið að stofna félög til hjálpar þessum ungmenn-
um, bjarga þeim úr helgreipum þeirrar ógæfu, setn sjálfseftir-
læti og ósjálfstæði foreldra þeirra skapa þeim.
Ég kem senn að því, hver hún er þessi ameríska ráðlegging,
sem á að minnka ofdrykkju. Menn hafa reynt það áður, notað
til þess algert bann við innflutningi og sölu áfengis. Menn hafa
reynt áfengisskömmtun og nú er lögð hérlendis mikil áherzla á
aukna bindindisfræðslu meðal ungmenna í skólum landsins.
Algert sölubann á áfengi var sett í Bandaríkjunum og á ís-
landi á fyrri hluta þessarar aldar. Meðan baldin voru lögin,
skipti lífið um svip. Ég lifði mín æskuár á banntímanum. Nokk-