Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 136
136
NORÐURLJOSIÐ
þá tók hún „til að væta fætur hans með tárum sínum og þerraði
þá með höfuðhári sínu, kyssti fætur hans og smurði þá með
smyrslunum."
Hvað hlaut hún að launum? Dýrmætustu orðin, sem mannleg
eyru geta heyrt, þegar hjartað er sjúkt, samvizkan óhrein og
ævin öll í molum vegna syndsamlegrar breytni. Kristur sagði við
hana: „Trú þín hefir frelsað þig; far þú í friði.“
Hún fór burt með hjartað fullt af friði, en ekki til að stunda
fyrri iðju sína. Það vita þeir, sem gengið hafa svipaðar götur
og hún, en hafa fengið fyrirgefning Drottins. Kristur reisir hinn
fallna á fætur, þegar hann fyrirgefur. „En vakið og biðjið, svo
að þér fallið ekki í freistni," eru fyrirmæli hans og ráðlegging,
sem enginn má gleyma.
Hlusti nokkur á þetta, sem er í sömu eða svipuðum sporum
og bersynduga konan, minnztu þess þá, að „Meistarinn er hér og
vill finna þig.“ Sá Kristur, sem fyrirgaf þá, fyrirgefur enn. Enn-
þá gefur hann jrið og kraft til að lifa nýju Jíferni.
Biblían stóðst prófið.
Eg eignaðist eitt sinn bók, sem ég tapaði, af því að ég lánaði
hana. Bókin var um biblíuna og sýndi fram á, að hún liafði ver-
ið borin saman við vísindi nútímans, tuttugu ólíkar greinir vís-
inda, svo sem jarðfræði, grasafræði, dýrafræði, sagnfræði, og
biblían hafði staðizt þetta próf. Frásagnir hennar og staðhæfing-
ar reyndust réttar, hvar sem unnt var að prófa þær á mælikvarða
öruggrar þekkingar. Menn, eins og ég, sem trúa því, að Guð
hafi gefið okkur biblíuna, verða reyndar ekkert undrandi á þessu.
Skaparinn hefir fullkomna þekkingu, þótt þekking okkar sé í
molum.
Bilblían segir samt frá mörgu, sem ekki er unnt að bera sam-
an við vísindi nútímans. En hvaða ástæða er til að efast um, að
það sé satt, þótt það sé utan við reynslu margra manna?
Guðspjöllin segja oft frá því, að Kristur rak út illa anda. Allir
andar, hvort sem þeir eru góðir eða vondir, heyra til heimi, sem
okkur flestum er ósýnilegur með öllu, svo að við hvorki sjáurn
anda né engla, sem biblían segir frá.
Trú er nauðsyn.
Einu sinni bar svo til, að Kristur gekk upp á hátt fjall ásamt
þremur af lærisveinum sínum og dvaldist þar náttlangt. Hinir
lærisveinarnir biðu á meðan fyrir neðan fjallið. Meðan þeir