Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 178
178
NORÐURLJÓSIÐ
Jæja, hún ritaSi þær hjá sér. . .hvað sem þér gerið, þá gerið
það allt Guði til dýrðar.“ „Nú,“ sagði ég, „ef þér ætlið að dansa,
þá verðið þér að dansa Jesú til dýrðar. Er það ekki augljóst?
Þegar svo þér og pilturinn, vinur yðar, farið út til að dansa
hötchy-oha eða hotchy-chu, eða hvað sem þið gerið þar, þá
munið blátt áfram eftir þessari grein. Það er gott að læra hana,
því að hún er dásamleg til að dansa eftir. Hún á alveg nákvæm-
lega við. „Hvað sem þér gerið, þá gerið það allt Guði til dýrð-
ar.“ “
Jæja, hún vildi aftur byrja á rökræðum, en ég sagði: „Við
förum ekki að rökræða. Munið það. Þér hafið þegar gefið lof-
orð yðar. Ég ætla að gefa yður tvær aðrar greinar. Kólossubréf-
ið 3. 17.“ Hún skrifaði það framan á bihliuna sína. Kólossu-
bréfið 3. 17.: „Og hvað sem þér svo gerið ....“
Ég þagnaði litla stund og sagði síðan: „ „Hvað sem þér svo
gerið,“ er dansinn innifalinn í þessu? „Hvað sem þér svo ger-
ið,“ nær það yfir allt?“ Hún vildi aftur byrja að rökræða, en
ég sagði: „Munið, að við ætlum ekki að rökræða. Þér skrifið
það: „Hvað sem þér svo gerið í orði eða verki, þá gerið allt í
nafni Drottins Jesú, þakkandi Guði föður fyrir hann.“ “ Ég sagði
síðan: „Ef þér ætlið að dansa, þá verðið þér að gera það sam-
kvæmt ritningunni, alveg eins og þér gerið allt annað. Þetta
merkir, að þegar þér og pilturinn, vinur yðar, fáið ykkur að-
göngumiða að lokaprófs dansleiknum eða hvaða dansleik sem
er, þá gerið þið þetta. Aður en þið farið inn í danssalinn, þá
takið fram aðgöngumiðana, lútið höfði og segið: „Nú, Drott-
inn, við ætlum að gera þetta í Jesú nafni. Kólossubréfið segir,
að við eigum að gera það. Og, Drottinn, við sannarlega þökk-
um þér fyrir þessa aðgöngumiða að þessu dásamlega tækifæri,
sem þú gefur okkur í kvöld. Við ætlum virkilega að heiðra þig
hérna. Við þökkum þér svo vel fyrir þetta. Amen.“ “
Er hér var komið, var hún orðin undirgefnari. Ég sagði: „Ég
vil, að þér skiljið þessar greinar nú, en ég ætla ekki að rökræða
um þær. Það er ein grein enn. Við erum ekki alveg búin. (Hún
var þá nærri tilbúin að hætta). Lesið 23. greinina í Kólossubréf-
inu, 3. kafla. „Hvað sem þér gerið . . . Ég sagði: „Nemið
staðar. Er dansinn innifalinn í þessu?“
„Ja, ég geri ráð fyrir því.“
„Hvað sem þér gerið, þá vinnið af alhuga, eins og Drottinn
ætti í hlut, en ekki menn.“ Ég skýrði fyrir henni, að orðið „al-
huga“ merkir, að gera það með góðri samvizku, Gera það án