Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 30
30
NORÐURLJ ÓSIÐ
ham, sér til Krists. Bænum föður hans og félaganna, sem báðust
fyrir úti í skóginum, er Guð að svara enn í dag með starfi dr.
Grahams.
Hvaða gagn gera þá samkomur hans og krossferðir, sem fólk
kallar? Borgarstjóri í borg nokkurri, sem dr. Graham heimsótti
og hélt í samkomur, skýrði frá því, að síðan hefði borgin fengið
annan svip. Nýr samfélagsandi greip fólkið. Ekkert kynþátta-
vandamál lengur, sjálfsagt að taka negra með í skólanefnd, t. d.
í borginni Alabama, sem fræg varð fyrir kynþáttaóeirðir, hélt dr.
Graham vakningarsamkomur síðar meir. Þá settust hvítir menn
og svartir hlið við hlið, gengu fram til að láta leiðbeina sér og
taka þá ákvörðun, að bjóða Kristi inngöngu í hjarta sitt, og þeir
urðu beztu bræður í Kristi, sem þetta gerðu. Kærleikur kom í
stað haturs, umburðarlyndi í stað óvináttu, friður í stað ófriðar.
Þegar kynntur er eldur deilna og haturs, þegar eldsneytið er
hálfsannindi, rógur og bakmælgi, þá er þörf á trúarvakningu.
Þegar húseigendur okra á leigjendum sínum, neyða þá til að
gefa upp rangar tölur um húsaleigu, ella fái þeir ekki leigt, þá er
kominn tími til þess, að trúarvakning komi.
Þegar verðir laga og réttar láta sig litlu skipta ýmiss konar
ranglæti, svo sem leynivínsölu bifreiðarstjóra, þegar réttlætið er
hrakið á hæl, svo að rótturinn kemst ekki að, líkt og spámaðurinn
sagði, þá er kominn tími til, að verði trúarvakning.
Þegar foreldrar heimta, að kennarar beiti aga í skólunum, en
verða fokreiðir, ef þeirra eigin börn eru beitt aga, þá er kominn
tími til, að trúarvakning komi.
Þegar börnin og æskan eru látin ráða sér sjálf, fleygja sér við-
haldslítið í hvaða vitleysu, sem kallar í þann svipinn, þegar gott
og kristilegt uppeldi er vanrækt, þá er kominn tími til þess, að
þjóðin fái trúarvakning.
Þegar ríkir kuldi og úlfúð á heimilum, þegar börnin eru hrak-
in úr fínu stofunum út á götuna til að verða þar ýmiss konar
fíflaskap og skrílshætti að bráð, þá er kominn tími til þess og
meir en það, að Guð sendi trúarvakningu.
Þegar hjónaástin kólnar, þegar maðurinn heldur framhjá kon-
unni eða konan framhjá manninum, þá er þörf á, að kröftug
trúarvakning komi og hreinsi heimilislifið.
Þegar æskan drekkur og fremur skírlífisbrot, þegar hún svíkst
um við nám sitt, þegar dansinn er henni kærari en Drottin, knæp-
an betri en kirkjan, drykkjulæti tilkomumeiri en prúðmannleg
framkoma, þá er hún í sárri þörf fyrir kröftuga trúarvakningu.