Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 92
92
NORÐURLJÓSIÐ
væri „Gamli Nói,“ með tiinum börnunum. Næsta lag varð létt-
ara og svo hvert af öðru, unz síðar meir á ævinni, að ég kunni
nokkur hundruð lög. En röddin mín hefir alla tíð verið óþjál.
og vera má, að þeir, sem mest hafa orðið að líða af völdum henn-
ar, munu nú óska, ef þeir lesa þetta, að Margrét hefði aldrei
kennt mér að syngja lag!
Veturinn, sem ég var á 13. ári, sendi faðir minn mig ekki í
skóla. Eitthvað mun ég hafa lesið heima.
Fermingarveturinn minn var ég sjö vikur í skóla. Þá var
Margrét gift Bjarna frá Núpsdalstungu. Voru þau þar þá, og
kenndi hún heima. Sótti enn í sama horfið, að strákarnir stríddu
mér og hleyptu mér upp. Lagði þá Margrét fast að mér með for-
tölum sínum, að ég skyldi reyna að stilla mig og láta ekki reið-
ina fá yfirhönd. Fór ég þá að reyna þetta. Náði ég eitt sinn svo
góðum árangri, að ég gat haldið mér í skefjum, þótt skólabræð-
ur mínir tækju mig og styngju mér niður í stóran poka.
Sennilega 'hefi ég orðið hreykinn af þessu afreki. Fór því eins
og biíblian segir: „Oflæti veit á fall.“
Undir vorið, áður en fullnaðarprófið skyldi tekiö, var ég
aftur um vikutíma í Núpsdalstungu. Varð þá einum skólabróð-
ur mínum það að ráði, að hann fékk lítilli telpu títuprjón til
að stinga mig með, þar sem ég sat og var að læra. Eg skeytti
telpunni ekki, en rauk upp reiður og réðst á hinn seka og sló
á hálsinn á honum. Kom höggið á kýli, sem hann hafði á háls-
inum og mun hafa sprengt það. Varð úr þessu uppþot svo mik-
ið, að ég flúði frá bænum. Urðu þar eltingar miklar. Munaði
minnstu, að ég hlypi út í Núpsá, sem valt áfram kolmórauð af
vorleysingum, því að allt vildi ég annað en falla í hendur skóla-
bræðra minna.
Ég lauk síðan fullnaðarprófi. Fékk ég 2 í reikningi, en 8 var
hæsta einkunn, sem gefin var. Aðaleinkunn mín var þó 7.
Daginn eftir prófið rölti ég á eftir kindaskjátum föður míns
út í hagann. Undir hendinni hafði ég reikningsspjaldið mitt, og
reikning^bókin var meðferöis. Osigurinn við reikninginn dró
ekki úr mér allan kjark. Ég varð að reyna betur. í næstu sex
vetur glímdi ég við reikning meir eða minna í tómstundum mín-
um. Hafði ég þá numið nokkurn veginn allar léttari greinar al-
menns reiknings. N'áði ég hæstu einkunn á vorprófi fyrsta bekkj-
ar í Kennaraskólanum. Ég fékk þó ekki haldið henni. Hæsta eink-
unn var 6, en ég féll niöur í 5 á fullnaðarprófi.
„Töpuð orrusta er ekki sama og tapað stríð,“ mun vera tals-