Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 170
170
NORÐURLJÓSIÐ
5. Vér skulum virða hann fyrir oss.
Meisfari, hirSir þú ekki um, að vér förumst? — Mark. 4. 38.
Hvað holdið getur komizt íljótt að niðurstöðu og kveðið upp
fljótfærnislegan dóm! Meistarinn, þreyttur eftir erfiði sitt, var
sofandi á kodda. Storminn var að hvessa, samt svaf hann. Læri-
sveinahópurinn litli varð hræddur .... Þeir gátu ekki skilið,
hvernig hann gæti sofið í svona kringumstæðum. Þeir ályktuðu
þegar í stað, að hann hirti ekki um þá. Æ, hvað við erum fljót
til að kveða upp dóm í skyndi, miða hann við útlitið. Lærisvein-
arnir höfðu það útkljáð, að Meistarinn hirti eigi um þá. Hjarta
hans var viðkvæmt. Hvað ásökun þeirra hlýtur að hafa sært! En
ávítunarorð komu ekki frá honum, þótt þeir ásökuðu hann. Hann
ávítaði, satt er það. En það var vindurinn og vatnið, sem hann
ávítaði! Hann virðist aldrei hafa minnt lærisveinana á, hve hörð
orð þeir höfðu notað. Sú náð, sem það lýsir, á engan sinn líka!
Þannig er hann, þér elskuðu, sem vér erum kölluð til að virða
fyrir oss, að horfa stöðugt á, að fylgja.
Erum vér að drekka í oss anda hans? Látum vér hugarfar hans
vera í oss? Getum vér umborið það, ef vér erum misskilin, dæmd
harðlega? Getum vér þá látið oss nægja, að fela mál vort Drottni,
að eina svarið vort sé hógvær og hljóðlátur andi? Þannig var
Hann, sem var þolinmóður og lýtalaus. Hann illmælti eigi aftur,
þegar honum var illmælt. Avítur, jafnvel frá bræðrum hans,
höfðu þau áhrif ein, að leiða í ljós undursamlega náðina hans,
sem var sorgamaður (harmkvælamaður, ísl. þýð.). Höfðingi
heimsins kom, en hann fann ekkert í honum. Og þessi er sá, þér
elskuðu, sem vér, þið og ég, erum fyrithuguð að líkjast og hera
mynd hans. Erum vér nú að umbreytast í mynd og líkingu hans?
Er það þrá sálna vorra?
(Þýtt úr „Things Concerning Himself“).
6. Líking Krists.
I dýrðinni hjá Guði verð ég Mkur Kristi. Þess vegna verð ég
að vera eins Mkur Kristi nú og ég get með nokkru móti orðið.
Auðvitað náum við þessu ekki, en hjörtu vor eiga að keppa eftir
þessu.
Minnstu þess, að staða þín í þessum heimi er staðan að vera
sendibréf Krists. Vér erum til þess ætlaðir, að Mf Krists skuM
verða opinbert í oss. Kristur hefir leyst vandamáMð með syndir