Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 47
NORÐURLJ ÓSIÐ
47
og brosti, svo að skein í mjallhvítar tennurnar, þótt
andlitið væri svart eins og kol.
„Fyrirgefðu, ég er peningalaus,“ sagði Jóa.
Vagnþjónninn hélt áfram að brosa. „Enga peninga?
Hvert ert þú þá að fara?“
„Fyrirgefðu, en ég veit ekki, hvert ég er að fara,“
sagði Jóa með glettnisglampa í augunum.
„Veiztu ekki, hvert þú ert að fara, ungfrú? Pen-
ingalaus, ungfrú? Hvar komstu inn í vagninn?“
„Nálægt húsinu okkar, sem er þarna á bakvið,“
sagði Jóa. Vagnþjónninn litaðist um í vagninum.
Farþegarnir allir hölluðu sér áfram, sveifluðust til
með hreyfingum vagnsins og hossuðust, þegar hann
fór yfir ójöfnur.
„Jæja, hérna er skrýtin ungfrú,“ sagði vagnþjónn-
inn og ávarpaði faxþegana. „Hún veit ekki, hvar
hún kom inn í vagninn, veit ekki, livert hún er að
fara og hefir enga peninga til að horga með fargjald-
ið. — Hvað á ég nú að gera?“
Jóa brosti hughreystandi. „Það er allt í lagi,“
sagði hún og benti upp með einum fingri. „Hafðu
engar áhyggjur. Faðir minn er þarna uppi.“ Og
pahbi kallaði niður í vagninn: „Jú, þetta er í lagi.
Ég er hérna uppi og lít eftir öllu.“
Jesús sagði: „Verið ekki áhyggjufullir eða kvíða-
fullir út af hlutunum. Ykkar himneski Faðir veit
allt um ykkur.“
Okkar himneski Faðir bíður eftir að heyra hæn-
ir okkar. Hann veit, hvers við þörfnumst. Hann gef-
ur okkur einungis það, sem er gott fyrir okkur, að-
eins það, sem að lokum verður hið bezta. Hann veit
hvað það er.
Það er allt í lagi. Faðirinn er þarna uppi!