Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 174
174
NORÐURLJÓSIÐ
Þeir vildu hafa félagsskap, meðan þeir voru að veiða og fiska í
Vetrarbrautinni ....
Tofrakonan hélt sönglinu áfram. Móðirin grét... .Hræðsla.
Við höfðum aldrei séð þessu líka hræðslu áður. Þau voru alveg
ósjálfbjarga gagnvart því, sem hlaut að koma. Barnið mundi
deyja, og þau voru hrædd.
Hvað um barnið sjálft? Fölvi leyndist undir dökkbrúnni húð-
inni. Magnleysi. Hi-taveiki á lágu stigi, sem vildi ekki láta und-
an venjulegri meðferð. Við höfðum séð þessi einkenni áður og
í svipuðum kringumstæðum. Shaman-konan hafði sagt okkur í
trúnaði daginn áður, að barnið mundi verða veikt. Telpan veikt-
ist. Allt benti á, að hér væru annaðhvort galdrar að verki eða
eitur. Shaman-konan bar ábyrgðina. (Munið sigurbrosið á vör-
um hennar). Hún hafði sterka hvöt til þess. Hún var að hefna
sín á þeim, sem voguðu að draga í efa vald hennar, og fylla hug
þeirra hræðslu. Telpan var „veik“ vikum saman.
Hræðsla. Hvernig gátum við sagt þeim frá honum, sem sagði:
„Verið ekki hræddir“? Við kunnum þau orð ekki enn. „Jesús
er bróðir minn. Hann er góður; hann er ekki vondur. Hann tal-
ar gott. (Hann er konungur); hann talar ekki illt. Hann lifir
þarna uppi. Þegar við verðum reið eða veik, er hann hryggur.“
Þetta var allt, sem við gátum sagt. Hver heldur fólkið, að hann sé
eftir þessa uppfræðslu? Dáinn bróðir útlendinganna, sem á
heima uppi í Vetrarbrautinni?
Við fórum frá Indíánunum í árslok 1966. Okkur datt ekki í
hug, að langt mundi líða, unz við kæmum til þeirra aftur. í
þetta sinn var það drengurinn okkar. Læknarnir sögðu, að hann
hefði fengið smávægilega heilaskemmd við fæðingu, og hann
þyrfti því meðferð sérfræðinga í Englandi. Við erum þriðja trú-
boða-parið, sem hefir farið frá þessari kynkvísl með stuttum
fyrirvara. Er svo að sjá, að Satan berjist hart til að halda þess-
um Mamainde Indíánum.
Djöfullinn virðist sjáanlega líta þannig á, að það sé þess virði
að gera allt, sem hann getur, til að halda þessum 50 Indíánasál-
um í myrkrinu. Erum við fús til að leggja eins mikið á okkur
til að vinna þær fyrir Krist?
(Þýtt úr „Wycliffe News,“ apríl 1967.)
-x-