Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 145
NORÐURLJ ÓSIÐ
145
„Hinn 20. nóvember hafnaði ég Jesú Kristi sem frelsara mín-
um.“
„Gerið svo vel að rita undir þetta,“ sagði hann.
Hún las það með skelfingu í augum.
„Ó, það þori ég ekki,“ mælti hún.
Andartak var grafarþögn. Þá mælti hann: „Annaðhvort hljót-
ið þér að gera, að ganga út um dyrnar sem viðtakandi Krists eða
afneitari hans. Hvorn kostinn takið þér?“
Enn var steinhljóð! Stúlkan gat næstum heyrt hjartslátt sinn.
Allt í einu skein ljós skilningsins, og bros leið yfir andlit hennar.
„Ég skii þetta. Gerið svo vel að láta mig fá fyrra blaðið.“
Hönd hennar skalf. Samt tókst henni að rita nafn sitt: María
Morton, og rétti honum blaðið aftur.
„Gerið svo vel að biðja fyrir mér,“ sagði hún.
Þau krupu niður ásamt gamla húsverðinum, og með látlaus-
um orðum var þetta nýja, litla lamb falið umsjá Hirðisins mikla.
Þar með skildu þau. Og þannig varð það, að María Morton
gekk út um dyrnar sem viðtakandi Krists, en ekki hafnari hans.
Hvort hafnar þú eða veitir Kristi viðtöku?
„Laun syndarinnar eru dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf
í Kristi Jesú, Drottni vorum.“ (Róm. 6. 23.).
Þetta cr sönn frásaga. (Þýtt úr Sword of the Lord).
------------------x---------
HALLAÐ Á MÆTAN MANN
2. þ. m. flutti Dagur grein um bækur eftir sr. Benjamín Kristj-
ánsson. Þar segir hann: „Lítt merintaður bóndi, að nafni Hans
Nielsen Hauge, óð um landið (Noreg) þvert og endilangt til að
vara menn við súrdeigi prestanna. Frá þeim t’íma hefir þekking
í guðfræði verið talin hættuleg vantrú í því landi.“
Þetta er aðeins hálfur sannleikur eða varla það og hallað á
mætan mann. Fyrsta bókin, sem Hauge ritaði, var „Um léttúð
heimsins.“ Þar var talað um dóm Guðs yfir fölskum faríseapré-
dikurum. En meginkjarni prédikunar þeirrar, sem Hauge flutti,
var gegn syndum samtíðar hans. Þannig deildu spámenn Guðs
á sína samtíð. Þannig prédikaði Kristur sjálfur, og þannig hafa
allir sannir prédikarar ráðizt gegn synd i ræðum sínum. Megin-
kjarni prédikunar hjá Hauge var gegn synd. Hafi hann dæmt