Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 44
44
NORÐURLJ OSIÐ
varleg, er hún smeygði hendi sinni í lófa föður síns.
„Pabbi, gætum við ekki tekið það með okkur heim
og reynt að láta það vaxa heima?“
Pabbi var efablandinn. Hann skýrði það fyrir
henni, að hér væri hreint fjallaloft, jarðvegurinn
yrði að eiga við plöntuna, og veðrið þyrfti að vera
eins og hún var vön. En Margrét vildi ekki láta sig.
Varlega lyfti hún plöntunni upp með rótum og mold
í kringum þær, vafði um hana blautum mosa og
hugsaði um hana alla leiðina heim. Þegar þau ó'ku
langar leiðir eftir þjóðvegunum, þegar tollgæzlan
skoðaði farangur þeirra, þegar þau stigu á skip og
sigldu yfir Ermarsund til Englands, þá vakti Margrét
yfir plöntunni sinni.
í garðinum heima undirbjó hún jarðveginn vand-
lega. Vinir hennar hlógu að henni. „Þetta vex aldr-
ei,” sögðu þeir. En Margrét vissi, hvað hún var að
gera. Yndislega, einmana plantan óx, blómstraði og
bar fullþroska fræ.
„Hún er dauð,“ sögðu vinir hennar, þegar kom-
inn var kaldur vetur, því að þá visnaði plantan og
felldi blöðin. Hún varð svört í frostinu, og snjórinn
alveg huldi hana. „Já,“ svaraði Margrét, „hún er
dauð, en bíðið þið þangað til vorar.“
Veturinn leið, dagarnir urðu langir, og ekki brást
það, að plantan lifnaði aftur. Meira að segja bar hún
enn fleiri blóm en áður, og nýjar plöntur, líkar
henni sjálfri, þöktu grjótreitinn í garðinum hennar
Margrétar.
„Hvað þetta eru falleg blóm,“ sögðu vinir henn-
ar þá.
„Já,“ svaraði Margrét, „og öll eru þau komin frá
einni, einmana plöntu.“
Það var ein yndisleg planta á himni, og Guð