Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 146
146
NORÐURLJÓSIÐ
presta harðar en aðra, var það af því að þeir áttu það skilið. Það
var ekki siður hjá Hauge að fara í manngreinarálit.
Prestarnir guldu Hauge rauðan belg fyrir gráan og siguðu á
hann yfirvöldunum, sem skýldu sér bak við gamla lagagrein.
Hún átti að hindra boöun villutrúar og loka þá menn úti frá
prédikunarstarfi, sem ekki höfðu guðfræðipróf.
Hauge var tekinn fastur og geymdur bak við lás og loku ár-
um saman. Þegar loks var kveðinn upp dómur yfir honum, hljóð-
aði hann svo:
a) að Hans Nielsen hafi ferðazt um landið og talað Guðs orð
þvert ofan í tilskipun frá 13. jan. 1741.
b) að hann hafi hvatt aðra til þess sama.
c) að hann hafi haft óviðurkvæmilegar ásakanir í ritum sínum
á hendur prestastéttinni, þó viðurkenna beri, að þær hvorki séu
sprottnar af illvilja né séu móðgandi, ef þær eru lesnar í sam-
hengi, eins og þær í fljótu bragði virðast vera, ef þær eru teknar
úr samhengi.“
Þessi „lítt menntaöi bóndi,“ sem sr. B. kallar svo, var framtaks-
mikill um iðnað á þeim árum, sem hann var frjáls eftir það, að
andlega hreyfingin var komin af stað. Og inn í varöhaldiö var
hann sóttur til að stofna saltvinnslu til að bjarga þjóö sinni frá
saltskorti, er styrjöld hamlaði saltflutningum.
Hauge, þessi „lítt menntaði bóndi,“ var menntaöur af sínum
bi'blíulestri. „Það er ekki hægt að kalla þann mann ómenntaðan,
sem lesið hefir giblíuna,“ sagði Thomas Huxley á sinni tíð. Hann
var ekki trúmaður, en nógu mikill maður samt til að Mta bi'bl-
una njóta sannmælis. Hún menntar menn í réttlæti.
Ég verð að gera ráð fyrir því, að sr. B. trúi þeirri frásögn
biblíunnar, — þótt hann efi margt eða neiti með öllu mörgu,
sein stendur þar, — að postular Jesú hafi verið „ólærðir menn
og leikmenn." (Post. 4. 13.). Þeir voru ekki langskólagengnir
guðfræðingar, að Páli postula undanskildum. Þó leit Kristur svo
á, að þeir gætu flutt fagnaðarboðskap hans. Biblían segir, að
hann veitti þeim tvennt, sem gerði þá hæfa til þess.
Hið fyrra var það, að hann „lauk upp hugsköti þeirra, til þess
að þeir skildu ritningarnar.“ Þetta gerði Kristur líka fyrir Hauge.
Það er þetta verk Krists, sem gerir menn hæfa til að skilja heil-
aga ritningu, ef þeir lesa hana með kostgæfni og kosta kapps um
að breyta eftir 'henni. Þetta var orsök þess, að Hauge skildi biblí-
una betur en margir aðrir.
Hið síðara var það, að Kristur gaf postulum sínum heilagan