Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 84
84
NORÐURLJÓSIÐ
Þá var opnaður gluggi uppi á lofti yfir stofunni. Leit þar út
telpa, nokkuð eldri en ég. Er hún sá mig, fór ihún að hlæja og
flissa. Ég stórmóðgaðist svo, að ég hætti að gráta, en var þó með
ekka, er Ingi'björg húsfreyja kom til dyra. Ég spurði eftir manni
hennar, Karli. Hann var þá staddur, að mig minnir, vestan Mið-
fjarðarár. Mér var ljóst, að þangað gæti ég ekki komizt hestlaus
og afhenti húsfreyju gangnaseðilinn. Hún bauð mér inn, en það
vildi ég ekki þiggja og rölti aftur af stað heimleiðis.
Þegar ég var að koma á þann stað, þar sem við Grána höfðum
skilizt, sá ég, hvar fáðir minn kom og fór mikinn. Hann var ríð-
andi og hafði Gránu í taumi. Mun bonum hafa þótt vænt um,
að ég var heill á húfi.
Grána fór sem sé heim með taumana á makkanum. Móðir mín
varð mjög hrædd. Henni gazt aldrei að Gránu. Fyrst taumarnir
voru uppi, þá benti það til þess, að ég hefði fallið af baki. Gat
enginn vitað, hvað fyrir faafði komið.
Mér var þá sagt, að þyrfti ég oftar að reka hest yfir keldu,
skyldi ég binda tauminn fastan um hálsinn. Þá gætu allir séð, að
ekkert alvarlegt hafði komið fyrir.
Fyrsta vetrardag, 1923, fór ég til þriggja mánaða dvalar að
Vífilsstöðum. Þar var maður úr Miðfirði, Ingólfur heitinn Páls-
son. Hann sagði mér, að fólk hefði verið að heyja fyrir nokkr-
um árum, uppi í „Dublukeldu“. (Nafnið ritað eftir framburði.).
Heyrði það þá allt í einu afarsáran barnsgrát. Gat það ekki áttað
sig á, hvaðan hann kom, hvort hann kom úr stórum hól, sem
stendur austan við kelduna. Það hélt spurnum fyrir um, hvort
nokkurt barn hefði týnzt. Er aldrei fréttist um týnt barn, óx sú
skoðun og styrktist, að þetta hefði verið grátur í huldufólksbarni.
Ég sagði þá Ingólfi, hvað hafði hent mig. Kom okkur saman
um, að þetta væri rétta skýringin á grátnum mikla, að fólkið
hefði heyrt til mín. Vegalengdin var ekki það ýkjalöng, að vel
mátti heyra til mín. Þegar ég seinna fór að iðka það, sem ég
kallaði söng, mér til dægrastyttingar, er ég stóð yfir fénu, þá
heyrðist til mín lengri leið en þarna var.
Skyldu ekki fleiri sögur um yfirnáttúruleg fyrirbæri eiga sér
einlhverjar eðlilegar skýringar eins og þessi saga um huldubarns-
grátinn á Miðfjarðarfaálsi? Ég set hana hér, ef einhver skyldi
hafa heyrt faana, svo að menn geti vitað hið sanna.
„Verið eigi sem hestar eða skynlausir múlar,“ segir ritningin.
Við eigum ekki að sýna Guði þrjósku, þegar hann vill leiða okk-
ur áfram á vegum sínum. Hve oft kom það ekki fyrir á starfs-