Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 62
62
NORÐURLJÓSIÐ
Það var þetta býli, sem faðir minn festi kaup á, og; flutti hann
'þangað vorið 1902, er ég var á þriðja ári. Frá ferðinni þangað
og dvölinni þar á ég engar minningar, nema ég tók eftir fugli,
sem sat þar á steini uppi á hól við túnjaðarinn, og söng hann svo
mikið, að það vakti atygli mína. Var mér sagt, að hann héti sól-
skríkja.
Um vorið eftir, er snjóar voru að mestu leystir, kom ókunnur
maður, og gengu þeir faðir minn niður á tún og töluðu margt.
Ég fylgdist með þeim, en tal þeirra skildi ég ekki. Faðir minn
var þá að bregða húi og leigði þessum manni jörðina. Ég vissi
ekki heldur, að þetta var gert þvert gegn vilja og ráðum móður
minnar. Og ekki vissi ég það, að árin, sem á eftir fóru, yrðu mér
svo örlagarík, sem raun varð á.
Faðir minn hafði eitthvað stundað sjómennsku á Suðurnesj-
um. Vissi 'hann, að oft mátti hafa gott upp úr sjómennskunni.
Þótti honum búskapur við lítil efni ótæk leið til að afla fjár til
jarðarkaupa. Varð það að vera sem hann vildi. Hann fór til
sjávar, en móðir mín fór með mig í húsmennsku að Grund, þang-
að sem hún var sótt, er ég var misserisgamall.
4. Árið á Grund.
Brottfarardagurinn kom. Ég man eftir, að riðið var af stað.
Hvað! Ætlaði amma, en svo nefndi ég stjúpu föður míns, ekki
að koma líka? Hún sýndi ekki á sér neitt ferðasnið. Hún og önn-
ur kona settust á hækjur sér norðan undir torfstöfnunum þrem-
ur á Finnmörk, og horfðu á eftir okkur. Mér var sagt, eða hún
sagði mér, að hún mundi koma seinna. Af því varð ekki. Það
liðu þrjú ár, unz ég sá hana næst.
Foreldrar mínir munti hafa komið við á Auðunnarstöðum.
Þar var okkur hoðið inn. Ég eirðl ekki inni, sá fólk úti á túni,
sem var að vinna á túninu. Þar voru hörn líka. Ég lagði af stað
til þeirra og tók sprettinn. Þá fór hægri fóturinn að svíkja mig.
Ég kollsteyptist hvað eftir annað. Ég skammaðist mín fyrir að
detta, en það hvarflaði samt ekki að mér, að lina á sprettinum
og fara varlega. Jæja, þetta var víst ekki í fyrsta eða síðasta sinn
á ævinni, sem flýtirinn kollsteypti mér, og það í fleiri en einum
skilningi.
A Grund hjuggu hjón, Jón og Þorhjörg að nafni. Sonu áttu
þau þrjá. Voru hinir elztu tveir þá ungfullorðnir menn, en hinn
þriðji, Gunnlaugur, var á 13. ári og lék stundum við mig. Þar