Norðurljósið - 01.01.1967, Side 62

Norðurljósið - 01.01.1967, Side 62
62 NORÐURLJÓSIÐ Það var þetta býli, sem faðir minn festi kaup á, og; flutti hann 'þangað vorið 1902, er ég var á þriðja ári. Frá ferðinni þangað og dvölinni þar á ég engar minningar, nema ég tók eftir fugli, sem sat þar á steini uppi á hól við túnjaðarinn, og söng hann svo mikið, að það vakti atygli mína. Var mér sagt, að hann héti sól- skríkja. Um vorið eftir, er snjóar voru að mestu leystir, kom ókunnur maður, og gengu þeir faðir minn niður á tún og töluðu margt. Ég fylgdist með þeim, en tal þeirra skildi ég ekki. Faðir minn var þá að bregða húi og leigði þessum manni jörðina. Ég vissi ekki heldur, að þetta var gert þvert gegn vilja og ráðum móður minnar. Og ekki vissi ég það, að árin, sem á eftir fóru, yrðu mér svo örlagarík, sem raun varð á. Faðir minn hafði eitthvað stundað sjómennsku á Suðurnesj- um. Vissi 'hann, að oft mátti hafa gott upp úr sjómennskunni. Þótti honum búskapur við lítil efni ótæk leið til að afla fjár til jarðarkaupa. Varð það að vera sem hann vildi. Hann fór til sjávar, en móðir mín fór með mig í húsmennsku að Grund, þang- að sem hún var sótt, er ég var misserisgamall. 4. Árið á Grund. Brottfarardagurinn kom. Ég man eftir, að riðið var af stað. Hvað! Ætlaði amma, en svo nefndi ég stjúpu föður míns, ekki að koma líka? Hún sýndi ekki á sér neitt ferðasnið. Hún og önn- ur kona settust á hækjur sér norðan undir torfstöfnunum þrem- ur á Finnmörk, og horfðu á eftir okkur. Mér var sagt, eða hún sagði mér, að hún mundi koma seinna. Af því varð ekki. Það liðu þrjú ár, unz ég sá hana næst. Foreldrar mínir munti hafa komið við á Auðunnarstöðum. Þar var okkur hoðið inn. Ég eirðl ekki inni, sá fólk úti á túni, sem var að vinna á túninu. Þar voru hörn líka. Ég lagði af stað til þeirra og tók sprettinn. Þá fór hægri fóturinn að svíkja mig. Ég kollsteyptist hvað eftir annað. Ég skammaðist mín fyrir að detta, en það hvarflaði samt ekki að mér, að lina á sprettinum og fara varlega. Jæja, þetta var víst ekki í fyrsta eða síðasta sinn á ævinni, sem flýtirinn kollsteypti mér, og það í fleiri en einum skilningi. A Grund hjuggu hjón, Jón og Þorhjörg að nafni. Sonu áttu þau þrjá. Voru hinir elztu tveir þá ungfullorðnir menn, en hinn þriðji, Gunnlaugur, var á 13. ári og lék stundum við mig. Þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.