Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 48
48
NORÐURLJÓSIÐ
23. MYRKRIÐ OG BIRTAN.
Skurðlæknirinn mi'kli lofaði cngu.
„Þú skilur það,“ sagði hann við Tona, „að lík-
urnar fyrir bata eru jafnar hinum, sem eru á móti
bata. Eg skal sjá um, að allt, sem hægt er að gera,
sé gert fyrir þig, og sjálfur skal ég skera upp augun
þín, en ég get ekki gefið ákveðið loforð, — þú get-
ur séð talsvert vel, lítið eða ekkert. Þú verður að
vera við öllu búinn.“
Aðgerðin hafði alls ekki verið svo slæm. Allir
voru góðir við Tona. Þeir gerðu sér ljóst, að sjúkl-
ingurinn var drengur, sem aldrei hafði getað séð,
og þeir reyndu að ímynda sér, hvað honum mundi
finnast um að sjá staði og hluti, sem hann hafði
aldrei getað séð, aðeins getað lyktað af eða þreifað
á.
„Nú sendi ég þig heim,“ sagði læknirinn eftir að-
gerðina, „og þú mátt ekki taka bindið frá augunum,
unz ég segi þér að gera það.“
Loksins rann dagurinn upp, þegar síðasta bind-
ið var tekið frá augum hans.
„Mamma,“ sagði hann. „Þú munt skilja, hvað
þetta er mikið fyrir mig. Má ég vera aleinn í her-
berginu mínu og taka síðasta bindið sjálfur burt?“
Móðir hans skildi hann og lét hann vera einan. í
svefnherberginu litla tók hann bindið frá með skjálf-
andi höndum.
„Mamma!“ hrópaði hann, „ég get séð, ég get
séð!“
Hún flýtti sér inn í herbergi hans. I sameiningu
athuguðu þau grænku grassins, bláma himinsins,
gullnu sandaua og litlu bátana, sem vögguðu sér á
öldum flóans, sem húsið stóð hjá.
Er kvölda tók, skildi móðir hans hann einan eftir