Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 52
52
NORÐURLJÓSIÐ
kysstu hana. Svo gáfu þær henni það, sem henni
þótti bezt af öllu: gott, safamikið bein.
Það er svo auðvelt, að ætla öðru fólki illt, en Jes-
ús kenndi okkur, að við eigum að hugsa gott um
aðra og vera þeim góðir. Þetta er erfitt að gera,
þegar fólk misskilur okkur. Við skulum alltaf ætla
vinum okkar gott eitt, jafnvel þegar við skiljum þá
ekki, því að:
Kærleikurinn ætlar engum illt, og
Kærleikurinn bregzt aldrei.
25. FÓTSPORIN í SANDINUM.
Á sandinum í fjörunni stóð ræðustóll. Á honum
voru þessi orð úr biblíunni: „Beinum sjónum vorum
til Jesú.“ Prédikari var að halda barnaguðsþjónustu
við sjávarströndina, þar sem flóðið hafði rétt áður
hulið sandinn.
„Mig langar til að fá fjóra drengi,“ sagði hann.
„Þeir eiga að standa hlið við hlið á þessu striki.
Nú, getið þið séð lítinn, hvítan klett, svo sem fimmtíu
metra framundan ykkur? Þið eigið að hlaupa kapp-
hlaup þangað og standa alveg grafkyrrir, þegar þið
eruð komnir framhjá honum.“
Drengirnir samþykktu að gera þetta.
Síðan kallaði hann: „Einn, tveir, þrír. Hlaupið.“
Drengirnir þutu af stað. Hann fór undir eins með
hin börnin eftir fjörunni, þangað sem kletturinn var.
„Segðu mér,“ sagði hann við lítinn, freknóttan
dreng, sem komið hafði síðastur allra að marki,
„segðu mér, hvers vegna sporin þín í sandinum eru
svona sitt á hvað.“
„Sporin hans eru það líka,“ sagði drengurinn og
benti á drenginn, sem orðið hafði þriðji í röðinni.
„Eg fylgdi á eftir honum.“