Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 171
NORÐUKLJ ÓSIÐ
171
vorar frammi fyrir Guði. Nú birtist hann fyrir augliti Guðs oss
til heilla, og vér erum frammi fyrir augliti heimsins í staðinn
fyrir hann. „Á þeim degi munuð þér komast að raun um, að ég
er í Föður mínum, og þér í mér og ég í yður.“ Ef ég veit, að
hann er í mér, á ég aö opinbera líf Krist í öllu. Ef hann hefir
elskað mig með ólýsanlegum kærleika, sem yfirgnæfir þekking-
una, þá finn ég, að hjarta mitt er bundið honum; hlutverk mitt
er að gera hann dýrlegan í öllu, sem ég geri. „Þér eruð verði
keyptir.“ Þetta hefir útkljáð málið: sé ég verði keyptur, þá er ég
hans. En ég áminni um, að þið sýnið þá alvöru hjartans, sem
heldur sér fast við hann, einkum nú á þessum síðustu, vondu
dögum, meðan vér væntum komu sonar Guðs frá himnum. Ó,
ef kristnir menn væru meir gagngert kristnir menn, þá mundi
heimurinn skilja betur, hvað um er að vera.
Drottinn gefi ykkur að hafa þá tilfinning gagnvart kærleika
Krists, þar sem þið eruð verði keyptir, þá verði það hið eina
markmið sálna ykkar: að lifa af Kristi og að lifa fyrir Krist og
fyrir þá, sem ekki þekkja hann, svo að þeir fái numið, hvernig
hann kom niður til okkar í kærleika sínum til að leita okkar og
vegna þess, að réttlætið gat ekki gengið framhjá synd, svo að
hann dó til að taka hana á brott.
(Þýtt úr „Things Concerning Himself“).
7. Húsameistari skoðar heilaga ritningu.
Biblían líkist stórkostlegri höll, sem gerð hefir verið úr dýr-
mætum, austurlenzkum steinum. I henni eru 66 herbergi og sal-
ir. Hvert herbergi er öðru ólíkt, en sjálft er það þó fullkomið
að fegurð. Sameinuð mynda þau stórbyggingu, sem á hvergi sinn
líka vegna hátignar, dýrðar og frábærrar fegurðar.
I Genesis — fyrstu bók Móse — göngum við inn í forsal. Þar
fáum við að kynnast, þegar í stað, máttarverkum Guðs í sköpun
heimsins. Ur forsalnum höldum við inn í sali laga og réttar,
lögmálsbækurnar. Er við höfum gengið í gegn um þá, komum
við inn í málverkasafn söguritanna. Þar hanga á veggjum mál-
verk af orrustum, hetjudáðum og svipmyndir hraustra guðs-
manna. Úr málverkasafninu komum við inn í heimspekiherberg-
ið, Jobsbók. Frá henni höídum við inn í hljómlistarsalinn, Sálm-
ana. Þar nemum við staðar, hrifin af fegurstu samhljómum, sem
mannleg eyru hafa nokkru sinni heyrt.
Við förum þaðan og komum inn í viðskiptaskrifstofuna, sem