Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ 5 von til Guðs, nema hann snúi sér frá syndum sínum og fái fyrir- gefningu Guðs. „Sæll er sá maður, sem afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin.“ Fyrirgefningin verður að fara fram í þessu lífi, því að „það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja, og eftir það er dómurinn,“ segir orð Guðs. Líklega var það um þetta leyti, að ég sá Davíð á götu og mælti við hann: „Eg get vel skilið, hvernig þér farið að yrkja um ástir og vín. Hitt get ég eigi skilið, hvernig þér farið að yrkja um reynslu trúaðra manna.“ Ég hafði lesið kvæði hans um Hallberu abbadís, og fannst mér mikið til um það. Er ég ávarpaði höfundinn þannig, var sem hann færi ofurlít- ið hjá sér, roðnaði lítið eitt og mælti fremur feimnislega: „Það kemur einhvem veginn þannig.“ Nú er þess að geta, að maðurinn Davíð Stefánsson var mér enn lítt kunnur, þótt skáldið þekkti ég nokkuð af ljóðunum. Ég vissi, að hann var vímhneigður og sást stundum ölvaður. Ég hafði rótgróna óbeit á drykkjuskap, og hún færðist yfir á menn- ina, sem neyttu víns í ó'hófi. Obeit þessi eða andúð átti rætur að rekja til móður minnar fyrst og fremst. Hún var einnig styrkt við það, að ég vandist aldrei víni, meðan ég óx upp. Vín var varla haft um hönd á heimili föður míns, meðan það var leyfi- legt, nema í fyllsta hófi, og aldrei eftir gildistöku vínbannsins. Svo bar til, að ég lét fjölrita sálma mína og andleg ljóð, frum- ort sumt, en öðru snúið á íslenzku. Arni heitinn Arnason bók- bindari á Akureyri innbefti bókina fyrir mig. Eitt sinn er ég kom til hans vegna bókar minnar, sagði hann mér, að Davíð Stefánsson hefði verið hjá sér, séð bókina og endilega viljað kaupa eitt eintak þegar í stað. Ég vissi ekki þá, að Davíð safn- aði bókum og bjóst ekki við, að skáldi sem honum mundi finnast mikill slægur í því, sem þar var að finna. Mun ég hafa látið þetta í ljós við Árna og það álit, sem ég hafði á Davíð. Mér finnst ég enn heyra rödd Árna, þegar hann sagði: „Davíð er bezti drengur.“ Sagði hann mér ennfremur, að hann kæmi oft til sín og að þeir ræddu mikið saman um trúmál. Var að heyra á Árna, að Davíð væri trúhneigður, og þótti mér það fréttir. Áður en þetta gerðist, mun Davíð hafa skapað perluna: „Eg kveiki á kertum mínum,“ en hún er gulli fegurri og ginsteinum dýrlegri. „á klettinn vil ég krjúpa og kyssa sporin þín.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.