Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 5
NORÐURLJÓSIÐ
5
von til Guðs, nema hann snúi sér frá syndum sínum og fái fyrir-
gefningu Guðs. „Sæll er sá maður, sem afbrotin eru fyrirgefin,
synd hans hulin.“ Fyrirgefningin verður að fara fram í þessu
lífi, því að „það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja, og
eftir það er dómurinn,“ segir orð Guðs.
Líklega var það um þetta leyti, að ég sá Davíð á götu og mælti
við hann: „Eg get vel skilið, hvernig þér farið að yrkja um ástir
og vín. Hitt get ég eigi skilið, hvernig þér farið að yrkja um
reynslu trúaðra manna.“ Ég hafði lesið kvæði hans um Hallberu
abbadís, og fannst mér mikið til um það.
Er ég ávarpaði höfundinn þannig, var sem hann færi ofurlít-
ið hjá sér, roðnaði lítið eitt og mælti fremur feimnislega: „Það
kemur einhvem veginn þannig.“
Nú er þess að geta, að maðurinn Davíð Stefánsson var mér
enn lítt kunnur, þótt skáldið þekkti ég nokkuð af ljóðunum. Ég
vissi, að hann var vímhneigður og sást stundum ölvaður. Ég
hafði rótgróna óbeit á drykkjuskap, og hún færðist yfir á menn-
ina, sem neyttu víns í ó'hófi. Obeit þessi eða andúð átti rætur
að rekja til móður minnar fyrst og fremst. Hún var einnig styrkt
við það, að ég vandist aldrei víni, meðan ég óx upp. Vín var
varla haft um hönd á heimili föður míns, meðan það var leyfi-
legt, nema í fyllsta hófi, og aldrei eftir gildistöku vínbannsins.
Svo bar til, að ég lét fjölrita sálma mína og andleg ljóð, frum-
ort sumt, en öðru snúið á íslenzku. Arni heitinn Arnason bók-
bindari á Akureyri innbefti bókina fyrir mig. Eitt sinn er ég
kom til hans vegna bókar minnar, sagði hann mér, að Davíð
Stefánsson hefði verið hjá sér, séð bókina og endilega viljað
kaupa eitt eintak þegar í stað. Ég vissi ekki þá, að Davíð safn-
aði bókum og bjóst ekki við, að skáldi sem honum mundi finnast
mikill slægur í því, sem þar var að finna. Mun ég hafa látið
þetta í ljós við Árna og það álit, sem ég hafði á Davíð. Mér finnst
ég enn heyra rödd Árna, þegar hann sagði: „Davíð er bezti
drengur.“ Sagði hann mér ennfremur, að hann kæmi oft til sín
og að þeir ræddu mikið saman um trúmál. Var að heyra á Árna,
að Davíð væri trúhneigður, og þótti mér það fréttir.
Áður en þetta gerðist, mun Davíð hafa skapað perluna: „Eg
kveiki á kertum mínum,“ en hún er gulli fegurri og ginsteinum
dýrlegri.
„á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.“