Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 157
NORÐURLJÓSIÐ
157
Viðbót ritstj.:
„Ég á engan að, jafnvel ekki til að gefa mér vatnsdropa í sár-
ustu neyð minni.“
Þessi orð unga Indverjans þjáða minntu mig á önnur orð:
„Send Lazarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og
kæli tungu mína, því að ég kvelst í þessum loga.“
Það er sárt að kveljast af hungri hér í heimi, en sárara verð-
ur það, að kveljast af þorsta eftir dauðann í þeim stað, þar serr.
aldrei fæst dropi af svalandi vatni.
Guði sé lof, að Indverjinn ungi mun aldrei koma í þann kvala-
stað, sem Drottinn Jesús sagði okkur frá. Hann hefir drukkið af
lind lífsvatnsins. Hann getur sagt með sanni:
„Ég kom til Jesú, örþyrst önd
þar alla svölun fann.
Hjá honum drakk ég lífs af lind,
mitt líf er sjálfur hann.“
Hvernig fékk Indverjinn að heyra um Jesúm, lind lífsvatnsins?
Einhver kom með smárit og guðspjöll og gaf honum þau eða
sendi honum þau í pósti. Sá eða sú, sem þetta gerði, var verkfæri
Guðs.
En einhver gaf peninga til að borga fyrir smáritin og guð-
spjöllin. Hann eða hún var líka verkfæri Guðs.
Hefir þú sent peninga til kristniboðs? Eða hefir þú látið þér
nægja, að sálu þinni liði vel, af því að þú þekkir Drottin Jesúm
og veizt, að sálu þinni er borgið?
Eða ertu í sporum bræðra ríka mannsins? Þeir voru svo ör-
uggir um sig. Varla hefir þeim komið til hugar, að bróður þeirra
liði illa. Ef þér leið illa, þangað til Drottinn Jesús frelsaði þig,
dettur þér þá aldrei í hug, að til séu aðrir, sem einmitt þér er
ætlað að hjálpa, ef ekki með því að fara út til annarra landa með
boðskap Krists, þá með því að styrkja þá, sem gera það? Þá geta
þeir gefið út smárit og dreift þeim meðal fólksins, sem þeir ná
ekki til með öðru móti.
Ritstj. Nlj. hefir nú um allmörg ár veitt viðtöku gjöfum til
kristniboðs og trúboðs, sem rekið er meðal heiðinna þjóða, í
nafnkristnum löndum og á meðal Gyðinga og í ísrael. Hann ger-
ir það enn.
Vilt þú ekki senda gjöf, hjálpa til að gefa einhverri þyrstri sáj
vatnsdropa?
x