Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 69

Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 69
NORÐURLJÓSIÐ 69 þar öldruð móðir húsfreyju, sem María hét, og vinnukona, Ragn- heiður að nafni, og var hún frænka mín. Nú skorti eigi leikfélaga. Við Guðmann vorum jafnaldrar, svo að Agúst var elztur okkar þriggja. Yfirleitt var samkomu- lagið gott; þótt stöku sinnum slettist upp á vinskapinn, gleymd- ist það fljótlega aftur. Sá var munur okkar félaga, að Ágúst var þrifinn sem köttur. Hann gat verið innan um for og bleytu, sem ekki virtist hrína við hann frernur en heilagan fuglinn, svo að ég noti orðtak móð- ur minnar. Mun það vera æðarfuglinn, sem hún nefndi heilagan fugl. Hann var þá og er enn friðhelgur. En vera má, að til hafi verið sú trú meðal almennings, að æðarfugl væri heilagur fugl í annarri merkingu en friðhelgi. Hins vegar var ég jarðvöðull hinn mesti. Ég gat aldrei út farið, ef til var for eða bleyta, án þess að koma inn útataður. Eðlilegt var, að hávaði nokkur fylgdi okkur félögum. Þolir aldrað fólk slíkt illa. Leitaði María gamla þess bragðs, að hún sagði okkur, að vestur á hálsinum væri varða, sem héti Hall- mundarvarða. Þar byggi í vörðunni karl, sem Hallmundur héti. Hann mundi kannski koma, þegar við hefðum hátt. Svo var það hann Bessi gamli í Bessaborg, sagði hún. Af honum hafði ég meiri beyg. Borgin var stór og líklegt, að þar gæti einbver bú- ið, en ég átti verra með að skilja, að nokkur gæti búið í vörðu. Loks var það hún Grýla gamla, Leppalúði bóndi 'hennar og hyski þeirra. Einkum var það Grýla, sem óttast bar. Ég skyldi búa til graut úr leir og láta í öskutrogið, gera þetta að kvöldi og sjá, hvort hann yrði ekki farinn að morgni. Ég hlýddi þessu, bjó til grautinn og skildi trogið eftir við bæjarvegginn eða þar nálægt. Næsta morgun var grauturinn horfinn. Eyrst þessu var svona farið, að Grýla var til, þá varð ég að skammta henni aftur. Ég gerði það um kvöldið og næsta kvöld. En þriðja daginn fann ég grautinn á ofurlítilli eyri í bæjarlæknum. Sagði þá Ragnheiður frænka mér, að María hefði sjálf tæmt úr troginu í lækinn. Þetta bragð hennar 'hreif þá ekki lengur. Hún gekk of langt. Það mun flesta, ef ekki alla, henda, sem brögðum beita, að ein- hvern tíma kemst upp um þá. Kristur hefir kennt það, að sér- hvað það, sem hulið er, skuli verða kunnugt og koma í ljós. Vel má vera, að það verði ekki fyrri en á dómsdegi. En í ljósið, þar sem allir geta séð það, mun það koma einhvern tíma, — nema maðurinn hafi sjálfur áður dregið það fram í ljós Guðs og játað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.