Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 69
NORÐURLJÓSIÐ
69
þar öldruð móðir húsfreyju, sem María hét, og vinnukona, Ragn-
heiður að nafni, og var hún frænka mín.
Nú skorti eigi leikfélaga. Við Guðmann vorum jafnaldrar,
svo að Agúst var elztur okkar þriggja. Yfirleitt var samkomu-
lagið gott; þótt stöku sinnum slettist upp á vinskapinn, gleymd-
ist það fljótlega aftur.
Sá var munur okkar félaga, að Ágúst var þrifinn sem köttur.
Hann gat verið innan um for og bleytu, sem ekki virtist hrína
við hann frernur en heilagan fuglinn, svo að ég noti orðtak móð-
ur minnar. Mun það vera æðarfuglinn, sem hún nefndi heilagan
fugl. Hann var þá og er enn friðhelgur. En vera má, að til hafi
verið sú trú meðal almennings, að æðarfugl væri heilagur fugl
í annarri merkingu en friðhelgi. Hins vegar var ég jarðvöðull
hinn mesti. Ég gat aldrei út farið, ef til var for eða bleyta, án
þess að koma inn útataður.
Eðlilegt var, að hávaði nokkur fylgdi okkur félögum. Þolir
aldrað fólk slíkt illa. Leitaði María gamla þess bragðs, að hún
sagði okkur, að vestur á hálsinum væri varða, sem héti Hall-
mundarvarða. Þar byggi í vörðunni karl, sem Hallmundur héti.
Hann mundi kannski koma, þegar við hefðum hátt. Svo var það
hann Bessi gamli í Bessaborg, sagði hún. Af honum hafði ég
meiri beyg. Borgin var stór og líklegt, að þar gæti einbver bú-
ið, en ég átti verra með að skilja, að nokkur gæti búið í vörðu.
Loks var það hún Grýla gamla, Leppalúði bóndi 'hennar og hyski
þeirra. Einkum var það Grýla, sem óttast bar. Ég skyldi búa til
graut úr leir og láta í öskutrogið, gera þetta að kvöldi og sjá,
hvort hann yrði ekki farinn að morgni.
Ég hlýddi þessu, bjó til grautinn og skildi trogið eftir við
bæjarvegginn eða þar nálægt. Næsta morgun var grauturinn
horfinn. Eyrst þessu var svona farið, að Grýla var til, þá varð
ég að skammta henni aftur. Ég gerði það um kvöldið og næsta
kvöld. En þriðja daginn fann ég grautinn á ofurlítilli eyri í
bæjarlæknum. Sagði þá Ragnheiður frænka mér, að María hefði
sjálf tæmt úr troginu í lækinn.
Þetta bragð hennar 'hreif þá ekki lengur. Hún gekk of langt.
Það mun flesta, ef ekki alla, henda, sem brögðum beita, að ein-
hvern tíma kemst upp um þá. Kristur hefir kennt það, að sér-
hvað það, sem hulið er, skuli verða kunnugt og koma í ljós. Vel
má vera, að það verði ekki fyrri en á dómsdegi. En í ljósið,
þar sem allir geta séð það, mun það koma einhvern tíma, — nema
maðurinn hafi sjálfur áður dregið það fram í ljós Guðs og játað