Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 38
38
NORÐURLJÓSIÖ
hann vera skrýtin dúfa, þegar hann kom til þeirra.
Þær fóru að tala saman um hann. Loksins sagði ein
þeirra: „Hann er líkur okkur. Hann er líkur okkur
á litinn, hann talar eins og við, og hann gengur eins
og við. Eg held, að við tökum hann í hópinn.“
Krummi var nú talinn með dúfunum. Hann fékk
að vera með þeim. Hann hafði nóg að borða. Það
var hlýtt í dúfnakofanum. Það var gaman að eiga
vini og heimili.
Þá bar svo til einn dag, að það kom rigning. Það
rigndi meir og meir. Það flóðrigndi yfir dúfurnar
og krumma. „Veiztu, hvað ég sé?“ sagði þá ein dúfa
við aðra. „Grái liturinn er farinn af nýju dúfunni.
Hún er hrafnsvört.“
„Já,“ sagði hin. „Sjáðu fæturna á honum. Þeir
eru rauð strik.“ Krumma varð svo mikið um þetta,
að hann fór að hoppa, því að hann gleymdi alveg
að ganga eins og dúfa, og röddin í honum varð rám
og hörð.
Allar dúfurnar störðu á hann. Þær sáu nú, að
hann var hrafn.
Hvernig hefði vesalings krummi getað orðið dúfa,
sönn dúfa? Aðeins með því að fæðast sem dúfa, —
og til þess hefði hann þurft að fæðast í annað sinn.
Er það ekki indælt, að vera sannkristinn? Jú,
það er alveg áreiðanlegt. En þú verður ekki sann-
kristinn, þó að þú haldir það eða ímyndir þér, að
þú sért sannkristinn, þó að þú talir ekki ljótt og
hagir þér eins og sannkristið fólk gerir. Þess vegna
sagði Drottinn Jesús einu sinni, sagði það við góð-
an mann, að honum væri nauðsynlegt, að endurfæð-
ast, fæðast í annað sinn. Hvernig getur þú gert það?
A þann hátt, að þú trúir og treystir, að Drottinn
Jesús sé frelsari þinn og Drottinn þinn.