Norðurljósið - 01.01.1967, Page 136

Norðurljósið - 01.01.1967, Page 136
136 NORÐURLJOSIÐ þá tók hún „til að væta fætur hans með tárum sínum og þerraði þá með höfuðhári sínu, kyssti fætur hans og smurði þá með smyrslunum." Hvað hlaut hún að launum? Dýrmætustu orðin, sem mannleg eyru geta heyrt, þegar hjartað er sjúkt, samvizkan óhrein og ævin öll í molum vegna syndsamlegrar breytni. Kristur sagði við hana: „Trú þín hefir frelsað þig; far þú í friði.“ Hún fór burt með hjartað fullt af friði, en ekki til að stunda fyrri iðju sína. Það vita þeir, sem gengið hafa svipaðar götur og hún, en hafa fengið fyrirgefning Drottins. Kristur reisir hinn fallna á fætur, þegar hann fyrirgefur. „En vakið og biðjið, svo að þér fallið ekki í freistni," eru fyrirmæli hans og ráðlegging, sem enginn má gleyma. Hlusti nokkur á þetta, sem er í sömu eða svipuðum sporum og bersynduga konan, minnztu þess þá, að „Meistarinn er hér og vill finna þig.“ Sá Kristur, sem fyrirgaf þá, fyrirgefur enn. Enn- þá gefur hann jrið og kraft til að lifa nýju Jíferni. Biblían stóðst prófið. Eg eignaðist eitt sinn bók, sem ég tapaði, af því að ég lánaði hana. Bókin var um biblíuna og sýndi fram á, að hún liafði ver- ið borin saman við vísindi nútímans, tuttugu ólíkar greinir vís- inda, svo sem jarðfræði, grasafræði, dýrafræði, sagnfræði, og biblían hafði staðizt þetta próf. Frásagnir hennar og staðhæfing- ar reyndust réttar, hvar sem unnt var að prófa þær á mælikvarða öruggrar þekkingar. Menn, eins og ég, sem trúa því, að Guð hafi gefið okkur biblíuna, verða reyndar ekkert undrandi á þessu. Skaparinn hefir fullkomna þekkingu, þótt þekking okkar sé í molum. Bilblían segir samt frá mörgu, sem ekki er unnt að bera sam- an við vísindi nútímans. En hvaða ástæða er til að efast um, að það sé satt, þótt það sé utan við reynslu margra manna? Guðspjöllin segja oft frá því, að Kristur rak út illa anda. Allir andar, hvort sem þeir eru góðir eða vondir, heyra til heimi, sem okkur flestum er ósýnilegur með öllu, svo að við hvorki sjáurn anda né engla, sem biblían segir frá. Trú er nauðsyn. Einu sinni bar svo til, að Kristur gekk upp á hátt fjall ásamt þremur af lærisveinum sínum og dvaldist þar náttlangt. Hinir lærisveinarnir biðu á meðan fyrir neðan fjallið. Meðan þeir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.