Fylkir - 01.01.1919, Page 10
10
FYLKIR.
nfl; Reykjarhlíðarkirkja, kirkjan á Þverá í Laxárdal og kirkjan á
Lundarbrekku í Bárðardal, eru allar bygðar úr móhellu, að því
er mér virtist, og gefst steinninn dável.
Reir sem halda, að móhella sé lítils virði eða ónýt til bygg-
ingarefnis, munu líklega ekki trúa því, að í útlöndum selst tals-
vert af byggingarefni, sem kallast Trass, fínt duft, sem er notað
saman við kalk og sement til bygginga, og þetta dýrselda duft
er ekki annað en gos-aska, annaðhvort hrein eða blönduð með
sindri, gjalli o. s. frv.
V.
Hraungrýti, eldmyndaðir stcinar,
vikurkol, hrauntinna og hrufusteinn (Lava, liparit og trakyt).
1. Hraungrjót frá Rverárhólum og Hraunum í Öxnadal, frá /
Bjarnarstöðum í Bárðardal, frá Rverá í Laxárdal, frá Mývatns-
hrauni hinu eldra og frá Axarfirði og Ristilfirði, er alt höggvan-
legt og nýtilegt til bygginga. Gerir, ef límt er saman með múr-
lími eða steinsteypu, prýðisfallega húsveggi, eins og sjá má á
sumum bæum við Mývatn, á Pverá í Reykjadal og í Fram-Bárð-
ardal. Ýmsir bæir í Mývatnssveit, Laxárdal og Bárðardal eru
bygðir meira eða minna úr hraungrýti, og gefst prýðisvel.
2. Hrauntegundirnar: Blágrýti (basalt), grágrýti (dolerít), stuðla-
berg(trapp)alþekt og víða til hér norðanlands, eru seinunnar, nema
með verkvélum, en ágætt efni í garða, stíflur og húsgrunna
saman við steinsteypu.
3. Hvarnargrjót (Gabro?) finst hér og þar hér norðanlands,
t. d. upp af Krakavöllum í Flókadal, Fljótum. Hefir verið notað
í hvarnarsteina. Dugar eins vel og útlent kvarnargrjót; má einn-
ig nota til bygginga, líkt og granit.
4. Tinnusteinn (silicium oxyd.). Glærir tinnusteinar (glerhallar)
finnast hér víða, en aðeins lítið í stað, og alls ekki málmberandi,