Óðinn - 01.01.1920, Page 1

Óðinn - 01.01.1920, Page 1
ÓÐINN t.-e. HI.Ai) JANÚAR JÚNÍ Hiao. XVI. ÁI{. Jakob Sveinsson trjesmiður, Maður sá, sem hjer fylgir mynd af, var um langt skeið einn af merkustu borgurum Rej'kjavíkurbæjar. Hann andaðist að- faranólt 9. ág. 1896, rúmlega hálfsjötug- ur, úr nýrnaveiki, og er það, sem um hann er sagt hjer á eftir, tekið úr eftir- mælagreinum, sem blöðin fluttu við lát hans, en þar við aukið ýmsu eftir frásögn Eyvinds Árnasonar trjesmiðs, sem var lærisveinn hans. Jakob Sveinsson var fæddur á Ægis- síðu í Vesturhópi í Húnavatnssýslu 31. mars 1831, og bjuggu þar þá for- eldrar lians, Sveinn Guðmundsson og Ingbjörg Þorsteins- dóttir, systir Jóns Thorsteinsens land- læknis. En litlu síð- ar fluttust þau að Leirá í Borgarfirði, og þar andaðist Sveinn. Tók þá Jón landlæknir Jakob og ólst hann upp hjá honuin frá þvi á 7. eða 8. ári. Jakob sigldi til Kaup- mannahafnar 1847 og var þar 8 ár við trjesmíðar, enda varð hann óvenjulega vel að sjer í þeirri grein, eftir því sem hjer gerist. Þegar hann kom hingað aftur, bjó hann fyrst með systur sinni Guðrúnu, er síðar varð kona G. Zoéga kaupmanns, en kvæntist 16. maí 1857 Málfríði Pjetursdóttur frá $eli, 17 yetra stúlku, og misti hana 11. júlí s. á. Eftir það varð Sigríður sál. Guð- mundsdóttir, sem margir minnast hjer, bústýra hjá honum, og var það síðan fram til dauða hans. Hafði hún áður ver- ið bústýra bjá dr. Grími Thomsen. Jakob bjó í húsi því, sem Árni rak- ari nú á, en vinnu- stofa hans var í sjerstöku húsi vest- an við það. Jakob heitinn var mentavinur mikill, fróður og vel að sjer, talaði m. a. bæði ensku og frönsku. Hann fór til Parísar 1880. Manna vandvirkast- ur var hann, hvað sem hann gerði. Fjöldi manna nam hjá honum trjesmíði, vandaði hann mjög tilsögn þeirra. Var hann talinn ágætur kennari. Lengi var hann formaður Iðn- aðarmannafjelagsins hjer og segir Eyv. Árnason, að hann hafi útvegað því margar góðar bækur um handiðnir og íylgst vel með í því nýjasta, sem út korr. um þau efni. Pað segir Eyv. Árnason, að hann hafi viljað koma upp iðnskóla og ætlað að setja hann í Aðalstræti, Jakob Sveinsson trjesmiður.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.