Óðinn - 01.01.1920, Qupperneq 31

Óðinn - 01.01.1920, Qupperneq 31
ÖÐINN 31 maður og framkvæmdarsamur atorkumaður. Bún- aðist honum vel og græddist fje furðanlega fljótt. Hann hneigðist og snemma til bóka og var sömu- leiðis hinn listfengnasli til smíða. Einkum lagði hann stund á silfursmíði og rennismíði. — Yfir höfuð fjekk hann, tilsagnarlítið, aflað sjer svo mikillar kunnáttu og menningar, að þegar hann var orðinn fulltíða maður, þótti hann mjög fvrir öðrum jafnöldrum sínum, þeim er ólærðir voru kallaðir, jafnvel þótt betri menningarskilyrðum hefðu átt að fagna en hann. Um þær mundir er Baldvin gerðist fulltíða og hjer er komið sögunni, var síra Jón Austmann prestur í Bárðardal og bjó að Halldórsslöðum. Hann var merkismaður, vel að sjer um margt og kallaður læknir góður. Var þá læknaöld mikil hjer í Þingeyjarsýslu, er þeir voru hjer samtímis prestarnir þrír, síra I’or- steinn Pálsson á Hálsi, síra Jón Austmann og sira Magnús Jónsson á Grenjaðarstað. Póttu þeir allir í þá daga vel að sjer í læknisvísindum og fóru með meðul og lækning- ar og þótti vel gefast; enda þá síður kostur annara lærðari Iækna en nú er orðið. Sira Jón Auslmann mun íljólt hafa tekið eftir gáfum Baldvins og algervi. Enda talaðist svo til, þá er Baldvin hafði búið 6 ár að Kálfborgará, að hann brá búi og flultist að Halldórsstöðum til þess að stunda nám hjá presti. Var hann þar síð- an í 3 ár, naut bóka og Ieiðsagnar síra Jóns, nam af honum dönsku og þýsku og lagði sig eftir lækn- isvísindum (homöopali), sem hugur hans tók þá mjög að hneigjast að. Skömmu eflir að Baldvin kom að Halldórsslöð- um, gekk hann að eiga fyrri konu sína, Helgu dóttur síra Jóns Austmanns. Hún var kvenkostur góður og þó heilsulítil mjög. Flutlusl þau hjón að Stórutungu í Bárðardal vorið 1872 og fóru að búa þar. En á fyrsta ári þeirra í Stórutungu dó Helga. Tregaði Baldvin hana mjög. Pau höfðu eignast 2 börn, er bæði dóu á 1. ári. Eftir fráfall Helgu bjó Baldvin með móður sinni í Stórutungu, þar til vorið 1875, er hann gekk að eiga eflirlifandi konu sína, Guðnýju Jónsdóttur frá Pverá i Laxárdal. Giftust þau að Pverá það vor og fór Guðný þá að Stórutungu og tók þar við búsforráðum. Bjuggu þau þar 2 ár, eða til vors- ins 1877. Þá flutlust þau að Garði í Aðaldal og bjuggu þar siðan rausnarbúi 37 ár. Guðný er fædd að Þverá í Laxárdal 22. sept- ember 1847. Foreldrar hennar voru hinn þjóð- kunni fyrirmyndarbóndi Jón hreppstjóri Jóakims- son á Þverá og fyrri hona hans Herdís Ásmunds- dóttir bónda á Stóruvöllum í Bárðardal, Davíðs- sonar bónda sama staðar. Kona Ásmundar var Guðný Jónsdóttir bónda á Mýri í Bárðardal, en kona Davíðs og móðir Ásmundar var Herdís Ás- mundsdóttir bónda í Nesi í Höfðahverfi, er var langafi Einars alþingis- manns í Nesi. Guðný í Garði er því alsyslir Benedikts frá Auðnum og Snorra hreppstjóra á Þverá í Laxárdal1). Garður í Aðaldal hefur lengi verið talinn ein liin besta og friðasla jörð hjer um sveitir. Pá jörð hafði Jón Jóakimsson á Pverá átt, áður en hún kom í eigu Baldvins. Fjekk Baldvin hana fyrst bygða sjer af tengda- föður sínum en síðan keypta. Garður hefur tekið miklum umbótum, síðan Baldvin kom þangað. Sýndi það sig brált að hann kunni góð tök á jörðinni. Naut hann og þar að trúrrar og öruggr- ar liðveislu hinnar ungu konu sinnar, er vanist hafði í föðurgarði atkvæða-heimilisstjórn í öllum greinum. Ávann Guðný sjer brátt, engu síður en Baldvin, álit og vinsældir bæði lieimilisfólks síns og nágranna og gerðist hin umhyggjuríkasta og 1) Viðvikjandi ættum Guðnýjar i Garði nægir að öðru leyti að skýrskota til G. tbl. »Óðins« 1910, þar sem raktar eru ættir þeirra Stóruvallalijóna, Jóns Bencdiktssonar og Aðalbjargar Pálsdóttur i ævnninningu þeirra eftir Hermann Jónasson, — þ'i að Jón á Stóru- völlum var hálfbróðir Herdisar, inóður Guðnýjar (sammæðra), en þær Aðalbjörg á Stóruvöllum og Guðný bræðradætur. Pó verður þess að gæta, að sú villa heíur einhvernvegin slæðst inn i þá ætfærslu, að Guðný kona Benedikts á Stóruvöllum en móðir þeirra Ilerdisar As- mundsdóttur og Jóns Benediktssonar (hún var tvigift) var ekki systir Sigurðar á Gautlöndum, föður Jóns alþingisforseta Sigurðssonar, eins og þar er talið, lieldur bróðurdóltir hans, eða með öðrum orðum: Jónsdóttir bónda á Mýri i Barðardal, Jónssonar bónda sama staðar, Ilalldórssonar. — Ennfremur er það rangt, að Indriði, föðurfaðir Jóns á Stóruvöllum, byggi á Torfastöðum i Fnjóskadal. Sá bær er ekki til og mun vera prentvilla fyrir Fornastöðum. Höf. Baldvin Sigurðsson. Guðný Jónsdóttir.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.