Óðinn - 01.01.1923, Síða 3

Óðinn - 01.01.1923, Síða 3
3 ÓÐINN braut komin að minsta kosti frá Reykjavík austur í sýslur. Fyrirætlanir hans í járnbrautarmálinu voru bygðar á trú hans og trausti á land og þjóð, og sann- færingu hans um það, að járnbrautir á þessu landi væru eitt meðal annars, er gera mundi fýsilegra að vera hjer. Bæði áður en hann varð sjúkur og í sjúk- dómi hans var það mál honum mikið áhyggjuefni, og hann harmaði það mjög, að það skyldi ekki vera komið lengra áleiðis. — Hitt málið er kjördæma- skiftingin. Hann sá það fyr en fjöldinn, að kjördæma- skiftinin við Alþingiskosningar var orðin á eftir, að af henni óbreyttri hlaut að fljóta hið mesta misrjetti fyrir kjósendur. Hann lagði því fyrir Alþingi 1905 og 1907 frumvörp um breyting á þessu, þar er lagt var til að landinu væri skift í færri kjördæmi, er hvert kysi (mismunandi) marga þingmenn. Frumvörp þessj bæði eru, eins og öll þau lagafrumvörp, er hann sjálf- ur samdi, mjög vel úr garði gerð bæði að hugsan og búningi. Frumvarpið frá 1907 er eitthvert hið vand- aðasta að efni og búningi, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, og þótt það næði ekki fram að ganga, þá hygg jeg varla munu verða fundna betri undirstöðu en þá, sem í því er fólgin, þegar fara á að breyta kjördæmaskipuninni fyrir alvöru. Hann var einatt sakaður um eyðslusemi á landsfje. Þær ásakanir eru með öllu rangar, eins og verkin bera merki. Hitt er satt, að hann var aldrei smá- munasamur. Þegar jeg er farinn að nefna nokkur af hinum mörgu málum, sem hann hafði með höndum, þá komá svo mörg og mörg önnur í huga minn, en hjer verð- ur nú staðar að nema, enda er mjer sagt, að annar maður muni rita hjer í blaðinu um aðgerðir hans í ýmsum innanlandsmálum og skoðanir hans um verk- legar framkvæmdir og fleira. Hannes Hafstein var fyrir margra hluta sakir mjög vel til flokksforingja fallinn. Auk þeirra hæfileika, sem áður eru taldir, er rjett að taka það fram, að hann var prýðilega máli farinn. Hann var einkar látlaus í framkomu og ljúfur í allri viðkynningu og viðmóti, og því mjög ástsæll af flokksmönnum sínum. Hann var ekki einungis primus inter pares. Mönnum þótti sem væri hann, fyrir sakir andlegra og líkamlegra yfirburða, höfði hærri en aðrir menn. Jón Magnússon. M Fáeinar endurminningar um Hannes Hafstein frá skólaárunum. (1874—1880). Árið 1874 var eitt af merkisárunum í íslenskri sögu. Stjórnarskráin fengin og með henni fjárhagsráð og löggjöf í sjermálum vorum, afhent af konunginum sjálfum, Kristjáni IX., á þúsund ára þjóðhátíð lands- ins, þeim fyrsta konungi, sem nokkuru sinni hafði föðurland vort fæti stigið. Þá var ljett yfir landi og lýð, eða svo finst oss, sem þá vorum, því nær börn að aldri, að skreiðast úr heimilisreifunum út í lífið — hið hála líf. Þá kvað Matthías hjer syðra um »frelsisskrá í föð- ur hendi« og Páll Ólafsson bað austur í Hallorms- staðaskógi Fjallkonuna að »leggja kongi hönd um háls«; loftið, kjarrskógarnir og Almannagjá — alt ómaði af sögu og söng. Samsumars, í júnímánuði, var lítill drenghnokki, tólf vetra gamall, er síðar varð glæsilegastur samtíð- armanna sinna íslenskra og með gildustu mönnum á velli, að ferðast »um fjöll og dali fríða« og suður um heiðar norðan úr Eyjafirði til Reykjavíkur. Tilgangur fararinnar var að ganga undir inntökupróf í latínu- skólanum. Hvern grunaði þá, að þessi ungi sveinn myndi, því nær þrjátíu árum síðar, verða einn meðal þeirra, er ræki endahnútinn á alt þrasið um »frelsisskrána«, sem framgjörnum leiðtogum þótti síðar vera löngu orðin »helsisskrá« — og f sömu andránni verða einn af aðalmönnunum í næsta stjórnarskrárþætti og fyrsti innlendur ráðherra íslands? »Dregur að því, sem verða vill«, og flestir munu frá upphafi eigá eitthvað það í eðli sínu, er fleygir þeim síðar í lífinu fram til giftu eða vangiftu, upp- hefðar eða niðurlægingar, sóma eða vansæmdar, eða til hvorstveggja. Um svo óvanalega margþættan, sterkþættan og vel gefinn mann munu margir mjer hæfari lengi tala í blöðum og tímaritum, og vil jeg því einungis í fám orðum geta þess helsta, sem jeg man frá skólaárum okkar. Það dæmist á mig, því að svo hefur dauðinn verið harður í garð þeirra, sem gengu í 1. bekk latínuskólans vorið og haustið 1874, að tveir einir eru nú á lífi þeirra, er voru sambekkingar Hannesar Hafsteins öll skólaárin, Þorgrímur hjeraðslæknir Þórð- arson (í Keflavík) og jeg. Árið 1874 voru 11 nýsveinar teknir í 1. bekk. Allir voru þeir vorlömb eða sumrungar (prófaðir í júní og

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.