Óðinn - 01.01.1923, Side 21

Óðinn - 01.01.1923, Side 21
ÓÐINN 21 Hoffellsbræöur. (Að mestu eftir handriti ]óns prófasts Jónssonar á Stafafelli). Hjer koma myndir af þremur bræðrum í Austur- Skaftafellsþingi: ]óni eldra (f. 20. okt. 1842), Eiríki (f. 13. jan. 1844) og ]óni yngra (f. 11. des. 1845), sonum Guðmundar óðalsbónda Eiríkssonar og konu hans Sigríðar ]ónsdóttur frá Hlíð í Skaftártungu, ]ónssonar og Ragnhildar Gísladóttur frá Geirlandi á Síðu, sbr. »Sögur frá Skaftáreldi«. Guðmundur var bróðir Stefáns alþm. Eiríkssonar í Arnanesi í Nesjum (d. 1884), en sonur Eiríks hreppstj. Bene- diktssonar og Þórunn- ar ]ónsdóttur, sýslu- manns Helgasonar að Hoffelli í Nesjum. IV\un hann hafa gengið að eiga Sigríði árið 1839 og bjuggu þau alla æfi upp frá því að Hoffelli. Sigríður dó 1878, og var þá fyrir skömmu andaður Ei- ríkur bróðir hennar hreppstjóri í Hlíð, d. 31. des. 1877. Guð- mundur bóndi dó 1898. Var 50 ára búskaparafmælis hans minst haustið 1889, meðal annars á þessa leið: „ Hann vann með vænum svanna þau áttu arfa fríða að verlri köllunar. það er að slíkum Ieit; - Þau hlutu hylli manna sem bjarkir brekkur skrýða, og heiður alstaðar; þeir bænda pryða sveit1). Þeir bræður eru allir atgervismenn, fríðir sýnum og föngulegir á velli, hagleiksmenn miklir og vel að sjer um margt, greiðamenn og gestrisnir. ]ón eldri eignaðist Þinganes (í Nesjum) með konu sinni Katrínu ]ónsdóttur og bjó þar síðan; var hann atorkumaður mikill, góður smiður og gagnsamur mörgum. Hann var blindur síðustu ár æfinnar, en þó í fullum burðum að öðru leyti, er hann ljetst 13. maí 1916. Er Katrín einnig látin fyrir nokkru. Þau hjón áttu fjóra sonu, er upp komust: Guðmund bónda í Þinganesi, er druknaði í Hornafjarðarfljótum 21. lón Ouðmundsson, eldri. ágúst 1909, ]ón bónda á Arnhólsstöðum (Arnalds- stöðum) í Skriðdal, Benedikt verslunarmann (dó á Akureyri) og Gunnar, er nú býr í Þinganesi. Eiríkur hefur búið á ýmsum stöðum: Heinabergi á Mýrum, Svínafelli, Borgum og Meðalfelli í Nesjum, Brú á ]ökuldal (1890—1904), og nú síðast í Syðra- Firði í Lóni. Um þennan bústað sinn hefur hann kveðið þetta: „Mikaels- frá -messudegi Lengi að þreyja’ f þessum skugga miðrar Góu til þykir ýmsum hart, í Syðra-Firði sólin eigi samt er á mínum sálarglugga sjest það tímabil. sæmilega bjart". Eiríkur var fyrrum hreppstjóri í Nesjum og líka Eiríkur Guðmundsson. ]ón Guðmundsson, yngri. nokkur ár á ]ökuldal, og fleiri trúnaðarstörf hefur hann haft á hendi, enda ágætur skrifari og mjög vin- sæll sem þeir bræður allir og vel metinn, alstaðar þar sem hann hefur átt heima. Hann er hagmæltur vel og svo tígulegur ásýndum, að fáir munu hans líkar; skýr og skemtinn í viðræðum. Hefur giktveiki nokkuð bagað hann hin síðari árin og fótarmein tók hann á besta skeiði og ber þess jafnan merki. Brá hann búi fyrir nokkru og fluttist til dóttur sinnar á Djúpavogi, frú Guðlaugar. Eiríkur var kvæntur Halldóru ]ónsdóttur í Heinabergi, en hún er nú dáin fyrir mörgum árum (að Brú). Af börnum þeirra komst að eins eitt upp, en það er frú Guð- laug, kona Elíasar verslunarstjóra ]ónssonar á Djúpa- vogi. ]ón yngri hefur ávalt búið á ættleifð sinni að Hof- felli og gert þar stórmiklar jarðabætur, enda verið mestur búmaður þeirra bræðra og stundað þó stöð- ► 1) Úr afmaelisljóðum síra )óns á Stafafelli.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.