Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 22
22
ÓÐINN
ugt söðlasmíði jafnframt búskapnum, en aldrei verið
íhlutunarsamur um mál manna út í frá. Er hann
minstur þeirra bræðra að vallarsýn, en þó vel á sig
kominn og hinn snyrtimannlegasti. Hann er kvæntur
Halldóru Björnsdóttur frá Flugustöðum í Alftafirði.
Börn þeirra eru þessi: Björn bóndi í Dilksnesi í
Nesjum, Guðmundur bóndi í Hoffelli, Sigríður (dó
ung), Hjalti ókvæntur heima, Kristín (dó í Reykjavík
fyrir nokkrum árum) og Sigurbjörg, ógift heima.
H.
Síra Janus Jónsson.
Eftir umtali okkar, herra ritstjóri, vildi jeg biðja
yður fyrir fáein minningarorð um síra Janus Jónsson,
þó að þau ýmsra orsaka vegna geti ekki orðið svo
ítarleg sem jeg vildi og mjer þætti vert. Með honum
er fallinn frá maður, sem jeg hygg vafalaust muni
talið að verið hafi einn í röð fremstu presta landsins
fyrir margra hluta sakir, mannkosta, kennimensku og
fræðimensku.
Hann var fæddur á jólanótt árið 1851 að Kirkju-
bóli í Skutilsfirði. Foreldrar hans voru Jón Þórðar-
son gullsmiður og góður bóndi og kona hans Þóra
Eyjólfsdóttir. Jón var sonur Þórðar Pálssonar bónda
í Kjarna í Eyjafirði. Annar son Þórðar var Benedikt
prestur í Selárdal, faðir síra Lárusar er einnig var
prestur í Selárdal allan sinn prestsakap. Þriðji son
hans hjet Páll faðir Guðrúnar móður síra Friðriks
Friðrikssonar. Björg hjet ein dóttir Þórðar, móðir
Bjargar, konu Markúsar skipstjóra og skólastjóra
Bjarnasonar. Fleiri dætur átti hann og enduðu nöfn
þeirra flestra á »björg«, og hafði hann haft að orð-
taki að kalla þær »Bjargirnar sínar«. Þóra móðir
síra Janusar var dóttir Eyjólfs prests Kolbeinssonar á
Eyri í Skutilsfirði, þar sem nú er nefnt á ísafirði, og
alsystir Friðriks föður Halldórs Kr. Friðrikssonar yfir-
kennara. Voru þau því náskyld síra Janus og kona
hans, sem var Sigríður dóttir Halldórs, og lifir hún
mann sinn.
Föður sinn misti síra Janus fárra ára gamall, en
ólst upp hjá móður sinni, er hjelt við búi á Kirkju-
bóli æftir lát manns síns. Aðrir synir þeirra voru síra
Eyjólfur, síðast prestur í Arnesi, og Bergþór trjesmið-
ur, er fluttist til Ameríku 1887 og andaðist þar.
Fjórði sonur, efnismaður mikill, andaðist ungur en þó
upp kominn. Þegar síra Janus stálpaðist var hann
sendur að heiman til menningar. Var hann í Vatns-
firði hjá síra Þórarni Böðvarssyni og mintist ávalt
með hlýleika dvalar sinnar þar, en undir skóla nam
hann hjá síra Sveini Níelssyni á Staðastað.
I latínuskólann gekk síra Janus árið 1867 og út-
skrifaðist það 1874 með hárri 2. einkunn, gekk síðan
á prestaskólann og tók embættispróf þar árið 1876
með hárri 1. einkunn, og var sama haust vígður
prestur að Hesti í Borgarfirði. Ári síðar hinn 20.
nóv. kvæntist hann og gekk að eiga sem áður var
getið frændkonu sína Sigríði dóttur Halldórs Kr.
Friðrikssonar yfirkennara. Dvaldi hann á námsárum
sínum jafnan í húsi hans, en á sumrum með bróður
sínum síra Eyjólfi Kolbeins Jónssyni presti á Mel-
graseyri og síðar í Árnesi. Árið 1884 var honum veitt
Holfsprestakall í Onundarfirði og hann um leið settur
og síðar skipaður prófastur í Vestur-ísafjarðarprófasts-
dæmi, og var hann þar alt það sem eftir var prests-
skapar hans, í 24 ár. Þótt hann tæpast gæti talist
sjálfur að upplagi búsýslumaður, bjó hann með að-
stoð konu sinnar alla tíð í Holti rausnar og risnu
búi. Sökum hnignandi heilsu fjekk hann lausn frá
prestsskap árið 1908. Var hann þá að vísu enn all-
hraustur, en tekinn að þyngjast fyrir brjósti og kenna
nokkuð andarteppu, svo að honum var orðið þungt
um ferðir, sem eru allerfiðar þar vestra, og verður
einatt á vetrum að fara fótgangandi er hestum verður
ekki við komið vegna ófærðar. Fluttust þau hjónin þá
til Reykjavíkur og bjuggu þar eitt ár í hinu forna
húsi, þar sem þau höfðu í æsku fyrst kynst, í húsinu
Kirkjustræti 12, sem H. Kr. Friðriksson áffi og bjó
í alla stund frá því er hann varð kennari við lat-
ínuskólann til dauðadags. Var hann þá andaður 6 ár-
um áður, 1902, en í húsinu bjó enn ekkja hans, sem
var dönsk að ætt, fædd Degen. Hafði hann þetta ár,
er hann dvaldi í Reykjavík, lítið fyrir stafni annað en
lestur og ritstörf, sem vitanlega gáfu þó lítið í aðra
hönd. Kunni hann því ekki og þóttist þurfa að hafa
nokkurt fast starf með höndum, með því að hann
hafði enn að kalla mátti fulla starfskrafta, þótt hann
hefði orðið að láta af erfiðu embætti. Tók hann þá
að sjer kennarastarf við Gagnfræðaskólann í Flens-
borg í Hafnarfirði haustið 1909 og dvaldi þann vetur
hjá Ogmundi skólastjóra Sigurðssyni. En næsta ár
leigðu þau hjónin og keyptu síðan hús á Vesturhamri
í Hafnarfirði og bjuggu þar síðan, með því að hann
gjörðist fastur kennari við skólann og var það með-
an heilsa entist. Veturinn 1916 hinn 9. febr. að
kvöldi fjekk hann alvarlega aðkenning af heilablóð-
falli, svo að hann var óverkfær það sem eftir var