Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 26

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 26
26 OfHNN Frá Spitsbergen. Nokkur orð frá nyrstu bygð jarðar. Eftir Jón lækni Olafsson Foss. Vorið 1919 rjeðist jeg læknir í þjónustu norsks kolanámufjelags, er heitir Kings Day Kul Comp. A^s., og hefur aðalskrifstofu sína í Alasundi. Höfðu nokkr- ir aðrir kandidatar danskir og þýskir sótt um stöðu þessa, en jeg hlaut. Kjörin voru ekki óglæsileg: 12000 kr. í laun á ári, og fæði og ferðir ókeypis. - ]eg lagði á stað frá Björgvin, þar sem jeg um 6 mánaða tíma hafði verið læknir við handlækningadeild bæjar- spítalans. — Margir urðu til þess að lofa landið og fegurð þess í eyru mín, en hálfgerður hrollur fór þó um mig stundum, er jeg hugsaði til ferðalagsins og dvalar á þeim norðurslóðum. íslendingar vita, sem vonlegt er, lítið um Spits- bergen, jafnvel þótt nú sje um fá lönd eða engin jafn mikið skrifað og skeggrætt á Norðurlöndum. Margir munu ætla, að þar sje engum manni vært vegna íss og kulda, og eftir fáu að slægjast. En mis- skilningur er þetta, og þekkingarleysi að kenna; munu fá lönd auðugri og merkari margra hluta vegna. ]eg fór á fyrsta skipi sem sent var norður um vorið, um miðjan maí. Gufubátur var það, um 400 smál. trjeskip sterkt, en mesti sleði. Flutti skipið verkafólk og vistir norður. — Við hjeldum innan skerja til Tromsö, en þaðan er siglt þráðbeint í norð- ur. Vorum við 6 daga frá Tromsö til Spitsbergen, en sú leið er annars þriggja daga sigling á meðal- skipi. Við suðurenda Spitsbergens lentum við í ís, og sigldum í honum 3 sólarhringa meðfram vest- urströndinni. — Smátt og smátt fór að kólna eftir því sem norðar dró: loftið varð ljett og hreint, og öndunin eitthvað svo hæg. Fuglar hurfu smátt og smátt, er frá Noregi dró, og um tíma sást engin lifandi vera á sjó eða í lofti; en þegar inn í ís- inn kom, fór að sjást selur og selur á strjálingi á ísjökum, og mávar á sveimi. Þoka var við og við á leiðinni, en altaf logn. Síðari dagana fóru margir að gerast kvefaðir, og gengur svo meðan menn eru að venjast breytingunni. — Við erum nú komnir upp að vesturströnd landsins, sem alt er þoku hulið, en svo langt sem augað eygir er sundurlaus rekaís á sveimi, og þræðir skipið eyðurnar hægt og hægt. Við erum nú á 79° norðurbr., mitt á milli Islands og norður- heimskautsins, nyrstir allra á hnettinum, því Amund- sen er rjett fyrir norðan Síberíu um þessar mundir. Hvað býr í þokunni, hvernig skyldi þetta land vera? Svo spyr hver annan; allir meira og minna »spentir». ]eg er eini Islendingurinn á skipinu, hinir Norðmenn, Svíar og Finnar. — Finnarnir eru rólegastir allra, og eru þó skapstórir og þungir á bárunni, ef í það fer. Hafnsögumaðurinn á bátnum, áttræður karl, er siglt hefur sem íslóss í 40 ár á Ishafinu, stendur á stjórnpalli og ræður nú einn ferðinni. Loksins ljettir þokunni; landið fæðist, fæturnir fyrst, kollarnir síðast — og þó engir kollar, alt tómar strýtur meðfram ströndinni; láglendi lítið. Það er farið að leysa; fjalla- hlíðarnar orðnar hálfauðar. Sumstaðar gengu skrið- jökulbreiðurnar milli fjallanna fram í sjó. Nú er kom- ið að firðinum, Kings Bay, sem ferðinni er heitið til. Eftir langa mæðu tekst skipinu að mjaka sjer gegn- um ísinn, sem nú er orðinn mjög þjettur, rjett inn fyrir fjarðarmynnið. Þar tekur lagnaðarísinn á firðin- um við, og kemst skipið ekki lengra en að skör hans. Loftskeytastöðin norður þar hafði bilað um vetur- inn og stöðvarstjóri dáið, og vissi fólk því ekki nær báts væri von. En svo var verið á verði, að jafnskjótt og skipið kom inn á fjörðinn, þyrptist fólkið ofan á ísskörina, til að fagna gestunum. Það þótti meira en lítið gaman í sveitum, er Iang- ferðamenn bar að garði á vetrum; nú voru liðnir 6—7 mánuðir frá því að síðasta haustskip fór, og var því ekki að furða þótt glaðnaði yfir vetrarsetu- mönnum, er fyrsta vorskipið rendi að landi. Flest af fólkinu kom á skíðum, sumir þó á sleðum með hest- um eða hundum fyrir. Ekkja læknisins, ung kona frá Kristjaníu, kom á skíðum í selskinnsbúningi; annars voru allir í venjulegum fötum, frakkalausir, en með skinnhúfur. Kuldinn var 3°. Fólkið leit alt vel út, og kvað vetur þar verið hafa góðan. Nóg til að bíta og brenna. 14 þúsund tonn kola höfðu verið grafin út um veturinn, en á páskum höfðu menn þegjandi og hljóðalaust lagt niður vinnuna og farið að »bíða eftir bátnum«. Frá ísskörinni til bygðarinnar eða þorpsins var 11 / 2 stundar gangur. Þá er pósti og matvælum hafði verið rutt á land, lögðum við á stað á skíðum. Kom mjer að góðu haldi að jeg hafði dálítið vanist skíðum í Noregi, og þurfti nú til þess að taka, því hjer er mest á skíðum farið. Eru Norðmenn, svo sem kunnugt er, skíðamenn miklir, og ætla ekki fyr en þeir mega til, að trúa því að ekki sjeu allir Is- lendingar skíðamenn. Hvernig land er þetta? Hvernig getur fólkið lifað hjer, og hvað eru menn hingað að sækja? Þessum spurningum fór jeg að velta fyrir mjer, þegar jeg var

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.