Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 36

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 36
36 ÓÐINN Eiríkur Briem prófessor var formaður trá byrjun og Ben S. Þórarinsson gjaldkeri þess, en þriðji maður í stjórn þess var fyrst Jón Olafsson sjálfur, en síðar Þorsteinn Gíslason ritstjóri. Þegar Jón Olafsson fjell frá, var töluvert til af handriti fullbúið til prentunar, en útgáfukostnaður hafði þá stórum aukist frá því, sem áður var, og treysti fjelagið sjer ekki til þess að halda útgáfunni áfram, nema styrkur fengist til hennar, og sótti um hann til Alþingis. En styrkurinn fjekst ekki. Var þá fjelaginu slitið 20. nóv. 1920 og jafnframt ákveðið, að eignum þess skyldi varið til myndunar minningarsjóðs um Jón Olafsson. Síðan var skipulagsskrá samin, og er hún svohljóðandi: „Minningarsjóður Jóns Olafssonar alþingis- manns er stofnsettur með ályktun aðalfundar Orðabókarfjelagsins h.f. 20. nóv. 1920, og legst til hans eign fjelagsins í peningum, ógreiddum skuldum og bókaleifum. 1. gr. Peningar sjóðsins skulu setjast á vöxtu í aðaldeild Söfnunarsjóðs Islands, og legst þar við þá það, sem borgast af ógreiddum skuldum og verð fyrir seldar bókaleifar. 2. gr. Vextir skulu allir leggjast við höfuð- stólinn til ársins 1949, en af vöxtunum fyrir það ár og hvert eftirfarandi ár skal helmingurinn árlega falla til útborgunar, en hinn helmingur vaxtanna leggist jafnan við höfuðstólinn. 3. gr. Vöxtum þeim, er koma til útborgunar, skal verja til að efla og útbreiða þekkingu á íslenskri tungu. 4. gr. Prófessorinn í íslenskum fræðum við háskóla Islands tekur vexti þá, er árlega falla til útborgunar, og ver þeim í samráði við ís- lenskukennara hins almenna mentaskóla svo sem þeim á hverjum tíma þykir best fullnægja til- ganginum, samkvæmt 3. gr. A aldarafmæli Jóns Olafssonar, 20. mars 1950, skal í fyrsta sinn ákveða, hvernig vöxtunum skuli varið. 5. gr. Auglýsa skal á ári hverju, eftir að út- borgun vaxta er byrjuð, hvernig vöxtunum er varið. 6. gr. Omakslaun fyrir ráðstöfun útborgaðra vaxta má taka af þeim, ef stjórn háskólans samþykkir það«. Þessi skipulagsskrá hefir hlotið konunglega stað- festingu. Það, sem til var af handbæru fje, hefur verið lagt í Söfnunarsjóðinn. Til þess að auka sjóðinn, kom stjórn fjelagsins saman um, að gefa þeim, sem síyðja vildu minningar- Læt jeg svo þessum minningarorðum lokið með þeim um- um að lokum, að minning allra þessara látnu, sem „spanska" drepsóttin deyddi hjer, er og verður öllum kunnugum góð og kær, og Drottinn er beðinn að gleðja og farsæla sálir þeirra, eins og allra annara, sem horfnar eru hjeðan inn í annan heim. Ófeigur Vigfússon. SL Minningarsjóöur Jóns Ólafssonar. Jón Ólafsson. Jón Ólafsson rithöfundur og skáld andaðist, eins og menn muna, frá verki því, sem hann hafði helgað starf sitt síðustu æfiárin, er það var að eins stutt á veg komið, en það var samning íslenskrar orðabókar. Hann vann að orðabókinni fyrir styrk af landsfje, en útgáfuna kostaði fjelag, sem stofnað var með þeim tilgangi 3. apríl 1912 og nefndist »Orðabókarfjelagið«. Voru fjelagar 25 og gáfu út tvö hefti af orðabókinni.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.