Óðinn - 01.01.1923, Qupperneq 43

Óðinn - 01.01.1923, Qupperneq 43
ÓÐINN 43 og byrjaði þá um leið verslun fyrir eigin reikning, og rak hana til dauðadags. Smátt var byrjað, og að mestu leyti með lánsfje, en verslunin blómgaðist smám- saman, og árið 1915 gat Guðmundur sál. framkvæmt það, sem lengi hafði verið efst í huga hans, og það var að byggja gott og vandað íbúðar- og verslunar- hús. Er hús þetta hið prýðilegasta að öllum frágangi, enda ekkert til sparað að gera það sem vandaðast. Eftirlifandi kona Guðmundar sál., frú Hólmfríður, mun og hafa átt ekki alllítinn þátt í velgengni þeirra, og sjaldan mun Guðmundur hafa ráðist í nokkrar verulegar framkvæmdir, hvorki í verslunarsökum nje öðru, án þess að ráðfæra sig fyrst við hana, enda er hún orðlögð fyrir ráðdeild og myndarskap í hvívetna. Hjónaband þeirra var hið ástúðlegasta. Eignuðust þau 11 börn, 5 dóu á unga aldri, en 6 lifa, 3 synir: As- geir, stöðvarstjóri, Kristján og Aðalsteinn, sem báðir hafa lagt fyrir sig farmensku, og 3 dætur: Guð- rún, Sigríður og Valdís. 011 eru börnin hin mann- vænlegustu. Guðmundur sál. var fríður maður sýnum, vel meðalmaður á hæð og svaraði vöxturinn sjer vel, og hinn prúðmannlegasti í allri framgöngu. Hann var ljós á hár og skegg, en varð á síðari árum næstum hvítur fyrir hærum. Hann var rjóður í kinnum, blá- eygur, nefið beint, hakan stutt og svipurinn góðmann- legur. Hversdagsgæfur var hann og kunni vel að stilla skap sitt, og mun hann þó hafa verið geðríkur að eðlisfari. Gáfur mun hann hafa haft í meðallagi, og orðheppinn var hann með afbrigðum. Er mikil eftirsjá að Guðmundi heitnum fyrir sveitarfjelag hans, og mun hans lengi minst sem hins nýtasta borgara. Er og þungur harmur kveðinn að ástvinum hans og vinum, því hann var góður heimilisfaðir og vinur vina sinna. KI. J. M Geislabrotin. Það verður ei táknað með töfrandi lögum nje tæmt í óði snildarhögum, og ekki gjörsagt í góðskálda sögum — hið mikla, sem mannssálin geymir, og mannlegan anda dreymir. 011 þessi geislabrot guðsmyndarinnar, sem gægjast um skýjarof syndarinnar, þau sýna að eitthvað býr innar, innar, sem æðra heims lögmáli hlýðir, og eflaust mun sigra um síðir. Fnjóskur. Matthías Jochumsson. Fæddur 11. nóv. 1835. — Dáinn 18. nóv. 1920. Sólir renna, dagar dvína, dreyrrauð blika himintjöld. Otal myndir endurskína eftir fögur sumarkvöld, þegar geisla- skírum -skrúða skartaði hlíð og jökulbrún. Blóm í demantsdaggar úða dýrðleg glóðu um haga og tún. Ljóðkonungsins liðnu æfi líkja má við fagran dag; reis hún eins og sól úr sævi, signdi land vort snjöllum brag. — Hver hefir slíka hörpu hafið, hljóma látið þvílík ljóð? — Lifir nafn hans, ljóma vafið, lengst hjá Islands frjálsu þjóð. Ljóssins skáld! Til ljóssins hæða ljóð þín benda þreyttri sál, og til hjartna instu æða oftast kemst þitt Bragamál. Kraftur býr í orðs þíns auði, er þú nærð á hæstu svið, svo þar jafnvel sorg og dauði sýnast boða oss líf og frið. Gegnum óð þinn geislar streyma guðs frá helgri kærleiksmynd, og oss finst hann í sjer geyma æðri þrótt frá heimsins lind. Mannvit þitt nær marki hæsta, rnjúkt sem fjöður, traust sem stál. Er nú þögnuð gígjan glæsta, — göfugt þrotið strengjamál? Víst hefur hlotið »dag í dauða* dýrðarfagur andi þinn; hafinn yfir húmið auða hann fær tignað drottin sinn. — Ljúfi svanur! Hærra, hærra hugur okkar fylgir þjer inn á starfssvið æðra og stærra eftir lokið verk þitt hjer. Pjetur Pálsson.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.