Óðinn - 01.01.1923, Page 44

Óðinn - 01.01.1923, Page 44
Nýlega hefur Gustav Vigeland, helsti mynd- höggvari Norðmanna nú, gert líkneski af Agli Skallagrímssyni, og sýnir hann, er hann reisir níðstöngina á eynni Herðlu til hefnda við Eirík konung blóðöx og Gunnhildi drotn- ingu. Þetta líkneski er sýnt hjer á mynd- unum. Þegar þetta gerðist, hafði konungur gert Egil útlægan úr Noregi. Hafði Egill farið til Noregs til þess að kalla eftir erfðafje konu sinnar, en fjekk eigi náð því og taldi sig ólögum beittan af Eiríki konungi, en lenti út af þessu í vígaferlum. Og er skip hans voru búin til Islandsferðar, gekk hann á land í eynni Herðlu við Norður-Hörðaland og rændi þar bú konungs. En að því búnu reisti hann níðstöngina, og segir svo frá þvi í sögunni: » . . . Hann tók í hönd sjer heslistöng ok gekk á bergsnös nökkura, þá er vissi til landsins. Þá tók hann hrosshöfuð ok setti upp á stöngina. Síðan veitti hann formála ok mælti svá: »Hjer set ek upp níðstöng ok sný ek þessu níði á hönd Eiríki konungi ok Gunnhildi drotningu — hann sneri hross- höfðinu inn á land — sný ek þessu níði á landvættir þær, er land þetta byggja, svá at allar fari þær villar vegar, engi hendi eða hitti sitt inni, fyr en þær reka Eirík konung ok Gunnhildi ór landi«. Síðan skýtur hann stönginni niður í bergrifu ok ljet þar standa. Hann sneri ok höfðinu inn á land, en hann reist rúnar á stönginni, ok segja þær formála þennan allan. Eftir þat gekk Egill á skip... « Þetta gerðist árið 933 og Egill var þá 33 ára gamall. I norsku blaði, »Aftenposten«, sem flytur lýsingu á Iíkneski Vigeland, eftir Hans Dedekam, segir: »Egill Skallagrímsson var, svo sem kunnugt er, afbragðsskáld á sinni tíð og einn af stórfenglegustu mönnum víkingaaldarinnar. Sagan um hann er eitt af meistaraverkum hinna norrænu bókmenta«. Og svo er þar lýsing á útliti hans, eftir sög- unni; en þar segir svo: »Egill var mikilleitur, ennibreiður, brúnamikill, nefit ekki langt, en ákafliga digurt, granstæðið vítt ok langt, hakan breið furðuliga, og svá alt um kjálk- ana, hálsdigur ok herðimikill, svá at þat bar ÓÐINN Líkneski Egils Skallagrímssonar reist í Noregi.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.