Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 11

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 11
11 Ó Ð I N N fyrir konungi, og er hann hafði sagt: Lengi lifi kon- ungur vor Kristján hinn níundi, hneig hann örendur niður að fótum konungs meðan húrraópin dunuðu í salnum. Hann hafði verið mjög elskaður kennari og Ijet eftir sig mörg börn í ómegð. Voru synir hans uppkomnir flestir og sá yngsti gekk á gagnfræða- skólann þegar jeg var í Þórshöfn. Jeg komst og brátt í kynni við ýmsa drengi af skólanum og varð mjer að því mikil skemtun. Jeg lagði mig mjög eftir að læra færeyiska málið og fann að það hafði breytst úr fornmálinu eftir föstum lögum. Jeg kyntist þar Rasmús Effersö. Hann var ritstjóri blaðsins »För- ingatíðindi« og var hann mjer mjög góður. Hann var og formaður í »Föringafjelagi«. Það hafði fund á hverjum föstudegi til að kenna mönnum að skrifa færeyisku eftir rjettritun Hammershaimbs. En hún var all-langt frá framburði, mjög löguð eftir rithætti íslenskunnar. Það voru engin vandræði að skilja rit- málið fyrir Islending. Jeg gekk í fjelagið og tók þar tíma með hinu fólkinu og fanst þeim undarlegt, að jeg komst svo fljótt upp á að skrifa rjettara en hinir, þegar skrifað var eftir upplestri, en galdurinn lá í því, að jeg kunni íslensku og fann strax lögmálið fyrir breytingunni. Þannig fann jeg að „á“ var skrifað fyrir hljóðið oa t. d. »bátur« frb. boatur, að »ei« var orðið að hljóðinu „æ“, ey að hljóðinu oy, og au að hljóðinu ey. Hið íslenska 3 er breytt í v milli a og u, en »j« milli a og i, og hljóðlaust eftir samhljóðanda o. s. frv. — Mjer þótti gaman að eiga við þetta. Nú leið svo fyrsta vikan að engan fjekk jeg lærisvein, en næsta laugardag eftir komu til mín fjórir menn og vildu kynnast íslensku máli. Það var ritstjóri Dimmalættings, ungur kaupmaðar að nafni Olsen og tveir verslunarmenn, og fjekk jeg krónu um tímann og átti að hafa 2 tíma á viku. Það var ágæt byrjun. Seinna fjekk jeg nokkra lærisveina til að lesa með stærðfræði og þýsku og var mjer það mikil hjálp. Jeg kom stundum til Sloans og tóku þau hjón mjer æfin- lega vel. Kona hans var systir Isaksens. Jeg kom líka oft á samkomur til þeirra baptistanna og hafði af því mikla blessun í andlegum efnum. Jeg var og á hverjum sunnudegi í kirkju og fanst mjer gott að heyra til prestsins þar, en þó þófti mjer meira líf í boðskap Sloans. Ekkert varð jeg var við, að sjer- skoðanir þeirra kæmu sjerstaklega fram, og enga til- raun gerðu þeir til að fá mig í söfnuð sinn. Einu sinni töluðum við Sloan um skírnina. Jeg hafði Lisco með mjer; jeg átti hann á dönsku og varði minn málstað með honum. Annars fanst mjer að Sloan væri meira kappsmál að vinna menn fyrir Krist, en að fá menn til að endurskírast. Hann var eftir við- kynningu minni að dæma einlægur, heittrúaður en auðmjúkur lærisveinn Jesú. Þá mynd hefi jeg af hon- um í minni mínu. Alexander Mitschell var meiri á- kafamaður og sópaði meira að honum. Hann varð seinna trúboði í Noregi. Arið 1919 hitti jeg hann aftur á samkomu í Kristjánssandi í Noregi og flutti hann þar stórmerka prjedikun. Jeg talaði við hann á eftir og var hann búinn að gleyma samfundum okkar í Þórshöfn, eins og eðlilegt var. — Þegar jeg var í Þórshöfn, gaf hann mjer einu sinni 5 krónur og var hann þó víst fremur fátækur sjálfur. A gistihúsið kom eitt sinn ungur maður og var þar 2 daga. Hann hjet Jóannes Paturson og var sonur kóngsbóndans á Kirkebö og veitti þá forstöðu búinu, því faðir hans var orðinn gamall. Hann hafði stundað búnaðarnám í Noregi og var vel að sjer og vel mentaður. Hann var mjög glæsilegur maður, fallegur og þreklega vaxinn og limaður vel. Hann var kátur og fjörugur og hinn skcmtilegasti. Hann var mjer einkar ljúfur og bauð mjer að koma í kynni yfir til Kirkebö. Mjer gatst afarvel að honum. Hann átti ungan bróður, er gekk þar á skólann í Þórshöfn, mjög fallegur drengur, eitthvað 13 ára. Hann hjet Gasett og var einn af kunningjum mínum, inndælis- drengur. Jeg heyrði margar sögur og merkilegar um afa þeirra bræðra, hinn ríka og mikilsmetna stórbónda á Kirkebö, sem á seinni tíð var einhver mesti höfð- ingi í Eyjunum. Páll sonur hans, faðir Jóannesar, var hið mesta glæsimenni í æsku sinni; hafði hann ferð- ast suður um Európu sem ungur maður. Hann hafði allstaðar borið færeyiska þjóðbúninginn, litklæði afar fögur, og verið allstaðar í miklu uppáhaldi sökum fegurðar og glæsilegrar framkomu. Svo, er hann kom heim, kvæntist hann og átti fjölda af börnum. En gamli kóngsbóndinn, er bjó til elli á móti syni sínum, gekk að eiga unga stúlku í elli sinni og átti með henni einn son, er var á aldur við yngsta son Páls bróður hans. Gamli ættarhöfðinginn var nú látinn í hárri elli og synir Páls þeir, er elstir voru, voru komnir langt út í heim; fanst mjer einhver forn- norrænn blær á frásögnunum um ætt þessa. Ein ung íslensk kona var í Þórshöfn; hún var frá Karlskála í Reyðarfirði; var hún gift skipstjóra Hans Mohr, á- gætum og góðum manni. Hún sjálf var fríð kona og vel að sjer. Jeg var þangað altaf velkominn og voru þau hjón mjer mjög góð, og var skemtilegt að koma til þeirra. Þá má jeg ekki gleyma tveimur piltum á gagnfræðaskólanum, sem urðu mjer einkar kærir, það var Sophus Evansen og Julius Högnesen. Sophus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.