Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 10
10
Ó Ð I N N
megnugur að greiða úr öllum vandkvæðum mínum.
Það greip mig sterk öryggistilfinning, og ósegjanleg
gleði rann upp í mjer. Hann var mjer svo lifandi og
persónulegur, að söngurinn var upp frá því eiginlega
samtal við hann. Þá bað jeg með sjálfum mjer og
var handviss um að bænin væri heyrð.
Þessi tilfinning staðfestist svo við textann, sem upp
var lesinn. Það voru fyrstu versin úr 55. kap. Jesa-
jasar spádómsbókar: »Heyrið allir þjer, sem þyrstir
eruð, komið hingað til vatnsins og þjer, sem ekkert
silfur eigið, komið, kaupið korn og etið! Komið,
kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust, bæði vín
og mjólk . . . Hneigið eyru yðar og komið til mín,
heyrið svo að sálir yðar megi lifna við! Og jeg vil
gera við yður eilífan sáttmála, Davíðs órjúfanlega
náðarsáttmála*. Sá sem ræðuna hjelt, var ungur mað-
ur, skotskur, Alexander Mitschell að nafni. Hann
talaði á ensku og maður túlkaði á færeyisku. Hann
talaði heitt og innilega og það var eins og texti og
hvert orð í ræðunni væri til mín stílað. Jeg tók á
móti þessum náðarsáttmála og gerði á mót þann sátt-
mála, að tilheyra Drottni það, sem eftir væri æfinnar.
Þetta varð ein hin þýðingarmesta stund æfi minnar.
Jeg var mjög sæll og glaður og var viss um að alt
mundi fara vel.
Svo vissi jeg varla af fyr en samkoman var úti og
jeg kvaddi hr. Slóan og bauð hann mjer að heim-
sækja sig næsta dag. Jeg gat með engu móti sagt
honum, hvernig á stóð fyrir mjer, því jeg var fyltur af
mikilli unaðsemnd. Jeg gekk út í hríðarjagandann og
myrkrið eins og mjer væru allir vegir færir. Jeg
gekk lengi, Iengi og hugsaði um þetta nýja, sem
komið var svo óvænt inn í líf mitt.
Loksins klukkan 10 fór jeg að hugsa um að ein-
hvers staðar yrði jeg að fá mjer húsaskjól og tók
jeg svo rögg á mig og gekk rakleitt til gistihúss, er
stóð þar rjett við lækinn niður við sjóinn. Jeg hugs-
aði sem svo: »Þótt jeg hafi enga peninga til að
borga næturgreiðan, þá hefi jeg nokkuð af fötum og
góðum bókum á dönsku meðferðis. Svo gekk jeg þar
inn og bað um rúm. Þegar jeg kom inn stóð þar
matur á borðum og var jeg spurður um, hvort jeg
vildi ekki borða. Jeg áleit að rjettara væri að gera
það ekki, en þá vaknaði sulturinn upp eins og af
dvala, og jeg stóðst ekki mátið og borðaði með góðri
lyst. Þar var meðal annars >skerpukjöt* (vindþurkað
kjöt) á borðum og fanst mjer það ljúffengara en
nokkurt kjöt annað, sem jeg hafði smakkað.
Að loknum snæðingi var mjer vísað upp í herbergi.
Þar var borð og stóll og gott rúm upp búið. Þá fanst
mjer eins og jeg væri kominn í höfn og jeg fann
aftur glögt vil nærveru hins verndandi kraftar. Jeg
baðst fyrir lengi og það var lofsöngur í sál minni, og
glaður og áhyggjulaus háttaði jeg og sofnaði vært
og svaf til morguns. Um kl. 9 fór jeg niður í stofu
og var þá án þess að jeg bæði um komið með kaffi
með kleinum til mín, og drakk jeg það, og svo lang-
aði mig mikið til þess að fara út, en kom mjer ekki
að því, og kveið fyrir að fara að gera upp nætur-
reikninginn. Loks tók jeg hug í mig og spurði kon-
una, hvað jeg skuldaði. Jeg sá að henni hálf hnikti
við og spurði hún hvort jeg ætlaði að fara, og hvort
mjer líkaði þar eigi. Jeg sagði, að mjer hefði líkað
mæta vel, en jeg vildi gjarnan vita hvað mikið þetta
kostaði. Hún sagði: »50 aura«. Jeg gat varla trúað
mínum eigin eyrum, svo ódýrt fanst mjer það. Jeg
kváði því og sagði »50 aura«!? — Konan sagði: »Já,
það getur ekki verið minna*. Jeg sagðist trúa því,
því mjer fyndist það afaródýrt. Svo spurði jeg hana,
hvað það myndi kosta á dag að vera þar um tíma.
Hún sagði: »Ef þjer viljið hafa sjerstakan mat fyrir
yður, kræstan, þá kostar það kr. 1,50 um daginn,
herbergi og fæði«, en ef jeg vildi borða með fjölskyld-
unni þá aðeins krónu. Jeg kvaðst heldur vilja það,
því þá gæti jeg líka betur lært færeyisku. Svo var
þetta um samið og jeg sótti kofort mitt og settist
þar að. Maðurinn hjet Diurhuus og konan Olivia og
var fædd Möller, systir Möllers sýslumanns, ef jeg
man rjett. Þau áttu engin börn. Þau voru mjer ein-
staklega góð og leið mjer þar mæta vel. Jeg fór til
ritstjóra »DimmaIætting« og fjekk hann til að geta
um það í blaðinu, að jeg tæki að mjer að kenna ís-
lensku og hjálpa gagnfræðaskóladrengjum í náms-
greinum þeirra. Jeg var heilmikið á randi fyrstu vik-
una og komst brátt í kynni við ýmsa menn.
Sá sem jeg kyntist einna fyrst hjet Djóne Isaksen.
Hann var mikill maður vexti og stórmyndarlegur,
fróður og lesinn. Hann bauð mjer heim til sín. Hann
átti þrjá sonu: Pál, Kristinn og Pjetur. Þeir voru
mjög myndarlegir drengir. Kristinn gekk í gagnfræða-
skóla og var vel gáfaður. Páll gekk að vinnu. Hann
var elstur, þá eitthvað um sextán ára. Pjetur var
yngstur, sjö eða átta ára. Þeir drengirnir urðu mjög
hændir að mjer og sjer í lagi Kristinn, því hann var
á Iærdómsbraut. Djone Isaksen var hinn skemtileg-
asti maður og skáldmæltur vel. Hann hafði ort kvæði
til konungs, er hann kom þangað árið 1874 á leið-
inni til íslands, og ennfremur hafði hann ort erfiljóð
eftir Lutzen kennara, sem bráðkvaddur varð í kon-
ungsveitslunni við það tækifæri. Lutzen hjelt ræðuna