Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 47

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 47
Ó Ð I N N 47 heiman ungur maður, frændi minn og mjer mjög kær, Snorri ]óhannsson frá Merkigili. Hann fór að mig minnir á verslunarskóla. Hann leigði sjer herberi úti í Östersögade og vorum við þar oft saman, því hann var framan af fremur einmana; jeg las þar stundum, því þar var betra næði en heima hjá mjer. Við vor- um mjög samrýndir. Svo leið fram að jólum. ]eg var boðinn út til Koefod-]ensen, en hafnaði því boði, af því að jeg vissi að Snorri var hvergi boðinn, og bjóst við að hann mundi verða mjög einmana það kvöld. ]eg komst að því að K. F. U. M. hjelt jóla- hátíð aðfangadagskvöld fyrir þá, sem ekki áttu heimili og skyldfólk í Kh. ]eg pantaði þar 2 bílæti og kost- uðu þau kr. 1,25 hvort, og kom okkur Snorra saman um að vera þar aðfangadagskvöldið. Þetta varð úr og höfðum við þar skemtilegt jólakvöld. H. H. Brandt var húsfaðirinn, er stjórnaði samsætinu. Það voru um 80 þátttakendur. Þar var kyrlátt en þó glaðvært, góð máltíð, alveg eins og á góðu heimili. Þegar við Snorri gengum þaðan, fanst okkur mikið til um þetta og jeg hugsaði mjer að fjelag, sem veitir heimilislaus- um meðlimum sínum svona jól, hlyti að vera gott fjelag og ásetti mjer að kynnast því betur. ]eg fór niður á Garð og var klukkan þá eitthvað um 2. ]eg fór ekki að hátta og sat og las. Svo kl. 5 fór jeg niður í St. Ansgarskirkjuna; jólamessa var svo snemma. ]eg stóð oftast í kirkjunni, en svo kom kirkjuþjónn- inn og leiddi mig til sætis, og varð jeg feginn því. Það var ákaflega hátíðlegt og söngurinn alveg óvið- jafnanlegur. Þegar sungið var »Gloria in excelsis* var það svo stórkostlegt að mjer fanst jeg aldrei hafa heyrt neitt líkt. Það var eins og »fugac, hver röddin elti aðra, öldurnar stigu og fjellu og stigu aftur hærra og hærra, jeg hjelt niðri í mjer andanum og mjer fanst jeg ekki lengur vera í kirkju, heldur úti á völl- um hjá Betlehem og væru það englarnir er sungu: Dýrð í upphæðum. Mig langaði til að deyja, svo sálin gæti stigið upp á vængjum þessara guðdómlegu hreima. Vfir allri guðsþjónustunni hvíldi hátign og djúp tilbeiðsla. — Kl. 8 var jeg við messu í Garni- sonskirkju og hlustaði á ágæta og lyftandi ræðu hjá pastor Fenger. Svo fór jeg upp á Garð og fjekk mjer portnarakaffi, og svo fór jeg í Frúarkirkju og hafði þar mikla hrifningarstund. Við alt ljóshafið inni í kirkjunni bættist nú dagsbjarminn og kom fram svo einkennilega dularfull birta, svo draumkend og hugfangandi, að jeg var sem í leiðslu undir hinum fallega sálmasöng. Það var söngur af annari tegund en sá sem jeg hafði heyrt um morguninn, ekki eins himinkljúfandi, en þyngri og dýpri. Hitt var engla- söngurinn, þetta eins og svar mannkynsins; því hjer söng ekki útvalið kór aðeins, heldur stór söfnuður, svo að kórsöngurinn druknaði í raddabrimi almenn- ingsins og dunum orgelsins. ]eg man ekki neitt um predikunina, hef ef til vill verið farinn að verða þreytt- ur. ]eg fór svo upp í K. F. U. M. og borðaði þar meðdegisverð til hátíðabrigða. — Milli jóla og nýárs var jeg mikið uppi í K. F. U. M. og fór nú að kynn- ast einstöku mönnum. Sjerstaklega man jeg eftir pilti, sem hjet Viggo Berg; hann var glerskeralærlingur og kvaðst hann fram í ættir vera af íslensku bergi brot- inn. Hann varð mjög hændur að mjer. Þar kyntist jeg líka guðfræðisstúdent. Hann hjet Pjetur Severin- sen og var langt kominn í námi sínu. Hann var með þeim stærstu mönnum sem jeg hef sjeð, fullar þrjár álnir á hæð og þrekinn líka. Hann var manna fróð- astur í öllu sem laut að sálmasögu, það var valla sá sálmur, sem hann vissi ekki hvaðan væri upprunninn. Þannig spurði jeg hann einu sinni löngu seinna um sálm í sálmabókinni dönsku, sem stóð við isl., en jeg þekti ekki frumsálminn. Hann gaf mjer svarið: »Eftir Sigurð ]ónsson, í Flokkabókinni nr. það eða það«. Hann var fróður urn Island, sjerstaklega kirkjusögu þess, og hafði náð sjer í upplýsingar um hana á söfnum og í bókum. Mjer fjell hann mjög vel í geð. ]eg fór að una mjer vel í fjelagi þessara manna af öllum stjettum mannfjelagsins. Svo leið nú fram yfir nýár. En þá kom sá atburður, sem meira en nokkuð annað festi mig í fjelagsskapnum. Það var sunnudaginn 6. jan. 1895. ]eg sat síðdegis uppi í K. F. U. M. og var kominn í kring um mig heill hópur, og var jeg beðinn um að segja eitthvað um Island. ]eg gerði það, mest fyrir beiðni Severinsens. Þegar klukkan var farin að ganga 7 kom inn drengur eitt- hvað 16 ára gamall og spurði, hvort ekki væri fund- ur í Unglingadeildinni. Honum var sagt að það væri ekki hjer, heldur í Bethesda. Hann vissi ekki hvar það var, því hann var sænskur og ókunnugur. P. Severinsen bauðst til að fylgja honum þangað. Svo spurði hann mig, hvort jeg vildi ekki sjá hina blóm- legu unglingadeild fjelagsins. ]eg spurði hvað það væri, og fjekk að vita, að það væri starf fyrir aldur- inn 14—17. ]eg fylgdist með þeim og við komum í Bethesda, það er stórt hús, notað fyrir kristilega starf- semi; efst uppi er kirkjusalur og svo stórir salir á neðri hæð og í kjallaranum. Unglingafundurinn var í kjallarasalnum. Við komum þar inn, og var kliður eins og í rjettum. Þar var fult af drengjum, voru sumir að tefla, sumir að skoða myndablöð, sumir að ganga saman og tala. ]eg varð alveg forviða yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.