Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 13

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 13
Ó Ð I N N 13 stóllinn var afnuminn stöðvaðist líka kirkjusmíðin. Litla kirkjan, er þar stendur líka, kvað þó vera enn eldri en rústirnar, og er hún notuð sem sóknarkirkja. Sömuleiðis leifarnar af biskupsgarðinum eru merki- legar. Hin stóra »roykstovac, bygð sem bjálka-hús úr sverum trjábolum, stendur enn og í kringum hana er gangur milli reykstofunnar og ytri veggja. Þar var niðri í gólfinu í einum stað alldjúp gryfja eins og brunnur í lögun, hlaðin upp og múruð, en alveg þur. Var mjer sagt að þar hefðu biskuparnir látið stund- um sakamenn niður í til geymslu. Fyrir framan þess- ar leifar hins gamla seturs, stóð allstórt timburhús og þar inni var alt ríkmannlegt og fágað. Þar var fortepiano og skrautleg húsgögn. ]eg dvaldi þar í tvo daga í miklu yfirlæti og kunni þar mæta vel við mig. Seinna um vorið kom jeg þar aftur og fjekk sömu alúðar viðtökur eins og áður. Það var mikill myndar- skapur á öllu og hin fegursta umgengni. Einn sunnudag gekk jeg og tveir piltar með mjer yfir í »Dali«, en það er bóndabær fyrir handan fjallið og er þangað brött og erfið leið. Þar var fornbú- skapur, algerlega færeyiskur og alt gamaldags, en fólkið framúrskarandi gestrisið og elskuvert. Minti það á íslenska gestrisni upp til sveita á prýðilegum bóndabæ. í aðrar bygðir kom jeg ekki á Straumey, og heldur ekki til annara eyja; þó er eins og mig hálf minni að jeg færi með einhverjum út í Nálsey, en jeg er ekki viss um það. Vfirleitt fjell mjer fólk mæta vel í geð í Færeyjum og finst mjer ávalt, er jeg kem þangað, að jeg vera kominn heim til mín. Allir voru mjer einstakt ljúfir og góðir. Eitt sinn fjekk jeg boð frá »Sorenskrivaranum« að hann vildi finna mig, og varð jeg hálfsmeikur, hvað svo hár embættis- maður vildi mjer. ]eg fór heim til hans og fjekk þar ljúfmannlegar viðtökur. Það, sem hann vildi mjer, var að spyrja mig um orð úr gömlu rjettarskjali frá 15. öld. Skjalið var nær því á íslensku, og vildi hann vita, hvort jeg skildi orðið »buurthiofur«, sem þar kom fyrir. ]eg þóttist skilja það, að það væri sama og íslenska orðið búrþjófur og útskýrði hvað búr væri og kom það heim við efni skjalsins. Ymislegt í því skjali fanst mjer benda á að framburður og beyging- ar hefðu þá verið lítið farnar að breytast, en hvort jeg hef getið rjett til, veit jeg ekki. Snemma í maí-mánuði kom til Þórshafnar farand- sali íslenskur og hafði hann til sýnis vefnaðarvöru- sýnishorn frá klæðaverksmiðju í Manchester á Eng- landi. Það var Kristján ]ónasarson. Hann var kominn út af Herdýsi Ásmundsdóttur, systur Páls Ásmunds- sonar, föður Þórðar á Kjarna, langafa míns, og töld- um við okkur því frændur og varð mjög góð vinátta okkar á milli. Hann dvaldi þriggja vikna tíma á gisti- húsinu hjá Djurhuus og var þar í miklum kunnings- skap og metum. Hann var vel greindur og hafði gaman af skáldskap, var náfrændi Kristjáns ]ónssonar skálds og þótti líkur honum í sjón. Varð mjer mikil gleði að veru hans þar. Svo laust fyrir miðjan maí kom bóndi af Austfjörðum í kynnisför. Hann hjet Þórarinn og var frá Bakka. Hann átti fjölda vina meðal Færeyinga, og var í miklu uppáhaldi hjá þeim, því margir Færeyingar höfðu útræði hjá honum á sumrin. Hann ætlaði heim aftur með litlu norsku gufuskipi sem »Uller« hjet, og var, að því er jeg hygg, í förum fyrir Wathne kaupmann á Seyðisfirði. Það varð svo úr að jeg tók mjer far með því skipi og kostaði það 12 krónur, og hjálpaði Kristján ]ón- asarson mjer um þær. Svo kvaddi jeg vinafólk mitt og lagði af stað. Mest þótti mjer um að skilja við Kristinn Isaksen og Sofus Evensen. Þeir voru mjer kærastir allra drengjanna. Sofus sá jeg aldrei framar; hann dó ungur. Kristinn er og hefir verið ritstjóri blaðsins »Tingakrossur« og, jeg held, stofnandi þess. Nú lagði »Uller« af stað á leið til íslands. Hann kom við á Vestmannahöfn. Þar lágu inni 4 frönsk fiskiskip. Þegar vjer vorum lagstir á höfninni kom bátur úr landi og höfðu bátsmenn kvígu meðferðis. Þeir komu út að »Uller« og spurðu, hvort þar væri nokkur, sem kynni frönsku. Færeyingarnir frá Þórs- höfn litu til mín og spurðu, hvort jeg kynni frönsku, þeir vissu að jeg var »lærður«. ]eg sagði nei, svo langt væri jeg ekki kominn í lærdómi. Þá gaf Þór- arinn á Bakka sig fram. Þeir ætluðu með kvíguna út í eitt franska skipið, sem lá þar, að selja hana fyrir salt og aðrar vörur. Þórarinn fór með þeim. Kunningjar Þórarins voru alveg forviða og spurðu mig, hvort hann kynni virkilega frönsku. ]eg sagðist búast við því, því það væri altítt að íslenskir bændur töluðu frönsku, einkum þeir sem byggju við sjó, þar sem Frakkar oft kæmu. Svo kom báturinn aftur með Þórarinn, kvígulaus, en hlaðinn af salti. Þeir sögðu; »Gamli Thorarin snakkar ógviliga gott fransk*, og voru afarhreyknir af honum og töluðu um að hann hefði ekki gefið Frakkanum eftir. Þeir hefðu því gert góð kaup. Þótti mönnum Þórarinn hafa vaxið í þess- ari för. En sjálfsagt hafa franskmennirnir verið hreyknir af því, hve vel þeir töluðu íslensku. Svo bar nú ekki fleira til tíðinda í förinni. Vjer komum til Seyðisfjarðar þann 20. maí. Hafíshroði lá inni á firðinum og komumst vjer ekki lengra en inn á Þórarinsstaða-eyrar. Þar fórum vjer í land. ]eg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.