Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 3
Ó Ð I N N
3
Ibsens-drápa.
Dugið mjer, hamingju-
dísir góðar,
er hauglögðum
hygst jeg færa
Yggjar mjöð
andans jöfri
nafnfrægstum
Norðurlanda.
Gengið hafa
giftu dísir
nýrra tíma
um Noregs bygðir,
vakið til dáða
dali og firði,
mannvit magnað
og menta snilli.
Lásu |>ær lýðum
lengi gleymdar
fræða skrár
fyrri tíða.
Dýrðlegar urðu
í draumaljósi
lornra hildinga
fósturbygðir.
Glóðu hlíðar,
er gömul fjöll
óðu sólgylt
úr alda þoku;
undraðist þjóðin
og aftur þekti
fold hinna frjálsu
feðra sinna.
Á þeim tíma
endurfæðist
til nýrrar æsku
hin norska þjóð,
eignast afreksmenn
oiða og verka
og forustumenn
í framsókn djarfa.
Hjá fámennri þjóð
er í fátækt alinn
Henrik Ibsen
fyrir hundrað árum,
en ættgöfgri þjóð
með ungar vonir,
viðreisnar þrá
og víkinga þori.
Er sem í heimi
æfintýra
gangi hinn língi
Grímstaða-sveinn,
sem úti um álfur
með andans sverði
ruddi sjer veg
og til rikis brautst.
Að andans orku
er hann öldnum þul,
Agli Skallagríms
arfa, líkur:
heilaborgin
úr lieimi jölna,
en eldar Alföður
innra brunnu.
Gekk hann í hamra
gljúfra vegi
ungur i leit
að óskasteini,
og við tískunnar
tröllalýði,
flögð og forynjur
fangbrögð átti.
Mælti hann, er þrautir
magn hans reyndu:
Sterkastur er sá,
sem stendur einn.
Og í arnar ham
upp frá bygðum
hóf hann flug
til hæstu tinda.
Dvaldi í dulheimum
dimmra nátta,
og í Ása-
og álfa-heimum;
safnaði víða
vitsku og snilli
til mats á meinsemdum
manna heima.
Einrænn hugur
og innfjálgur
var að sannindum
sileitandi;
skynjaði í skuggsjá
skapanorna
leik með launþræði
láns og harma.
Kringum hann óx
kyngi mögnuð
hirð hugskaptra
huldu-lýða:
skuggamyndir
úr skatna heimutn
og hugar sýnir
holdi klæddar.
Er fylkti hann liði
í fólkheimum
og Iýða líf
í leikum sýndi,
fengu undrandi
áheyrendur
við vafaspurningum
vjefrjettar svör.
En á lausnir
lífsins gátna
hlýddu hugfangnar
heimsins þjóðir,
og á ölturum
aðdáunar
færðu fimbulþul
fórnir stórar.
Svo var hinn mikli
sigur fenginn:
Alt það unnið,
er hann ungur þráði.
Hjelt hann svo heim
hlaðinn lofi,
fje og frama
til föðurlands.