Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 69

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 69
Ó Ð I N N 69 pálminn áfram. Og fylgi þeim ekki verndarengill, þá hefði þeim verið betra að gefa sig óvinum sín- um á vald, en að leita hingað út á eyðimörkina. — Jeg get hugsað mjer, hvernig þetta hefur at- vikast: Maðurinn er við vinnu sína, barnið sefur i vöggunni og konan er farin út að sækja vatn. Þegar hún er komin nokkur skref frá dyrunum, sjer hún óvinina koma æðandi. Hún þýtur inn, grípur barnið, kallar til mannsins að koma með sjer og hleypur af stað. Síðan hafa þau verið á flótta marga daga, og jeg er viss um, að þau hafa ekki notið augnabliks-hvíldar. Já, þann veg er þessu háttað; en jeg segi nú samt, að ef ekki fylgir þeim verndarengill, þá...... — Þau eru svo óttaslegin, að þau finna enn hvorki til sársauka nje þreytu; en þorstann sje jeg speglaðann í augum þeirra. Jeg held jeg ætti að vera farinn að þekkja þorstamerkin á ásjón- um ferðamannanna. Og þegar pálmanum kom þorstinn í hug, fóru krampadrættir um stofninn og blöðin engdust saman, eins og þeim væri haldið yfir eldi. — Væri jeg maður, mælti hann, þá mundi jeg aldrei hætta mjer út á eyðimörkina. Enda er það ofdirfska öðrum en þeim, er rætur eiga niðri í hinum ótæmandi vatnslindum. Hjer getur jafnvel pálmanum verið hætta búin — já, jafn- vel pálma, eins og mjer. — Gæti jeg gefið þeim ráð, mundi jeg ráða þeim að hverfa hjeðan hið fyrsta heim aftur. Því að óvinir þeirra geta aldrei orðið þeim jafn skæðir og eyðimörkin. Ef til vill álíta þau, að gott sje að hafast hjer við. En sá veit gjör sem reynir, og oft hefi jeg átt fult í fangi með að halda í mjer lífinu. Er mjer einkum ininnisstætt eitt sinn er jeg var ungur, þegar hvirfilvindur- inn feykti yfir mig heilu sandfjalli. Mjer lá við köfnun. Og gœtí jeg dáið, þá mundi þetta hafa orðið minn bani. Pálminn hjelt áfram að hugsa upphátt, eins og gömlum einstæðingum er títt. — Jeg heyri kynlegan hljómþyt fara um krón- una mína, mælti hann; hverl einasta blað titrar. Jeg veit ekki hvað veldur þeim kynjum, er um mig fara við að sjá þessa vesalings flóttamenn. En konan hrygga er svo undurfögur. Hún minnir mig á hina dásamlegustu minningu liðins tíma. Og meðan þyturinn hvein í blöðunum, rifjaði pálminn upp fyrir sjer viðburð löngu liðinna alda. Tvö stórmenni fóru þar um eyðimörkina. Það var drotningin frá Saba og Salómon kon- ungur hinn vitri. Hann var að fylgja henni heim á leið, og hjer ætluðu þau að skilja. — Til minja um þessa stund, mælti drotningin, sái jeg döðlukjarna hjer í jörðina; og jeg mæli svo um, að upp af honum spretti pálmi, sem vaxi og þróist uns Gyðingar eignast þann kon- ung, er meiri sje en Salómon. Og sem hún hafði þetta mælt, sáði hún kjarnanum og vökvaði með tárum sínum. — En hvernig vikur því við, að mjer kemur þetta í hug einmitt í dag? — spurði pálminn sjálfan sig. Getur það hugsast, að þessi flótta- kona sje svo fríð, að hún minni mig á hana, sem fríðust var allra drotninga — þá konu, sem með ummælum sínum rjeði tilveru minni, lífi og þroska til þessa dags? — Þyturinn fer vaxandi í blöðum mínum, og hann er angurblíður eins og líksöngur. Engu líkara, en að þau sjeu að spá feigð einhvers. En gott er til þess að vita, að ekki getur slík spá átt við mig, sem er ódauðlegur. Það hlutu að vera llóttamennirnir, sem þyt- urinn spáði feigð, hugsaði pálminn. Enda hugðu þau sjálf, maðurinn og konan, að ekki gæti hjá því farið, að þeirra síðasta stund væri i nánd. Það var auðsjeð á yfirbragði þeirra, að þau íóru fram hjá úlfalda-beinagringdum, sem lágu þar við veginn; og á augnaráðinu, sem þau gutu til hræfugta tveggja, er flugu fram hjá. Við öðru var ekki að búast. Þau hlutu að farast. Þá komu þau auga á pálmann og grastóna í kring og flýttu sjer þangað, í von um að finna þar vatn. En þegar loks þangað kom, hnigu þau niður af þreytu og örvænting — því að lindin var þornuð. Konan lagði barnið frá sjer og sett- ist grátandi við lindar-farveginn; en maðurinn fleygði sjer niður við hlið hennar og lamdi með kreptum hnefum skrælnaða jörðina. Og pálm- inn heyrði þau vera að tala sín á milli um, að þarna hlytu þau að bera bein sín. Hann skyldi það einnig af samtali þeirra, að Heródes konungur hefði látið myrða öll börn tveggja og þriggja ára, af ótta við það, að hinn mikli væntanlegi konungur Gyðinga væri fæddur. — Þyturinn fer vaxandi, mælti pálminn. Þeir eiga víst ekki langt eftir, vesalings flóttamennirnir. Hann heyrði það líka á þeim, að þeim stóð ótti af eyðimörkinni. Maðurinn sagði, að betra hefði þeim verið að vera kyrr og veita hermönn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.