Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 60

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 60
60 ÓÐ I N N eins og yngri bræður. — Svo fylgdi Úrvalið mjer heim. — Þegar allir voru farnir, saf Ricard eftir hjá mjer og við töluðum saman fram undir morgun. Alla dagana, sem eftir voru, var jeg hingað og þangað að kveðja. Mánudaginn kvaddi jeg í 5—8 stöðum. Á nóttunni var jeg að skrifa til ýmissa, sem jeg gat ekki náð til að kveðja. — Jeg gleymdi úr rjettri röð, að íslenska deildin hjelt mjer kveðjufund laugardags- dagskv. þann 14. og gaf mjer vandað úr með fal- legri áskrift. — Þriðjudagshvöldið kvaddi jeg í Aðal- deildinni. Þar var mjer afhent peningagjöf til farar- eyris og fram yfir það. Á eftir fundinum söfnuðust allir starfsmenn fjelagsins saman í Litla sal, og þar var haldin bænastund fyrir mjer og framtíðarstarfi mínu. Svo næsta morgun, miðvikudaginn þann 18. ág., fór jeg niður á skip og voru þar saman komnir hjer um bil hálft annað hundrað vinir. Það var þungt að skilja síðast. Skipið rann af stað og hópurinn stóð í landi. Jeg sá þá hálfblindaður af tárum. Þegar skipið var að renna bak við stóra pakkhúsgaflinn, þá veif- aði jeg til þeirra í kross, og um leið hófust allir klútar á loft í landi og veifuðu í kross. Það var að sjá sem flögrandi hvítar dúfur, og svo hvarf alt úr sýn. Svo sigidi jeg frá Danmörku eftir nær 4 ár, rík ár og undarleg ár, ár full af minningum sælum og sár- um; minningum um allskonar glapræði og hviklyndi og ódugnað á námsbrautinni, en líka minningar um mjög inndælar stundir og mikla vináttublessun; ferill, þrátt fyrir alt, markaður af náð Guðs og velgjörðum manna. — Síðustu kveðju fjekk jeg, er við sigldum fram hjá Krónborg. Uppi á einum turninum var veif- að dönskum fána til mín. Það gjörði sergeant Chr. Olsen, sem var meðlimur í Úrvalinu, en var þá í »þjónustunni« í Krónborg. Hann hafði beðið mig að horfa á þennan turn, er jeg sigldi framhjá. Kl. 4 síðd. fór jeg að sofa og svaf fyrst til 8 og svo frá 12—8 næsta morgun og hafði á undan haft mína lengstu vöku sjálfviljugur. Það var mjer til mik- illar gleði að vinur minn Jón Halldórsson var sam- ferða heim. Jeg var glaður í anda alla leiðina og hlakkaði til heimkomunnar. Á Ieiðinni skrifaði jeg lista yfir alla drengi í 5. sveit með lýsingu á þeim og leiðbeiningum um heimili þeirra, og sendi það svo frá Rvík til þess, sem verða mundi eftirmaður minn í »sveitinni«, og brjef, sem kom prentað í Mánaðar- blaðinu og var kallað Hyrdehunden, því jeg líkti starfi sveitastjóra við starf góðs smalahunds, eins og jeg þekti það frá smalatíð minni með Vígja mínum. Sá, sem varð sveitastjóri eftir mig í þeirri sveit, hjet Frederik Balle og var þá kand. theol. og seinna prestur á Grænlandi, mjög merkur maður og heyrði eg mikið lof um hann seinna og fjekk frá honum ágætisbrjef, en kyntist honum aldrei persónulega. Ferðin heim varð mjer hin ánægjulegasta. Fengum vjer veður hið besta og sjólaust. Mjer þótti gaman af að koma aftur til Edinborgar; en mjer miklaðist nú ekki umferðin eins og í fyrsta skiftið sem jeg kom þar. Jeg heimsótti þar K. F. U. M. í St. Andrew-str. og var mjer þar vel tekið. Hjet sá Mr. Brown er var framkvæmdastjóri og var dæmalaust viðfeldinn og ljúfur maður. Ekki var jeg þar á neinni samkomu. Svo sigldum vjer þaðan í mesta blíðskapar veðri og sigldum gegnum sundið milli Skotlands og Hjaltlands. Það var í fyrsta sinn, er jeg hafði farið þar. Jeg var mjög hrifinn af að sjá gamla sögustaði á bæði borð. Sá jeg í anda gamlar víkinga-ferðir um þær slóðir og forfeður Islendinga, er börðust þar á Iandi uppi og unnu sjer fje og frama. Hugsaði jeg mjer að jeg sæi siglingu Unnar djúpúðgu, er hún eftir fall sonar síns komst undan með alt skyldulið sitt til Orkneyja og þaðan til íslands, hin fyrsta kristin kona, sem kom til íslands. Þaðan sigldum vjer beint til Islands, því ekki kom- um vjer til Færeyja í þeirri ferð. Fagurt þótti mjer Atlantshafið og man jeg sjerstaklega eftir kvöldi einu, hversu jeg varð hrifinn af sólsetrinu úti við sjón- deildarhringinn. — Aliir á skipinu voru mjer góðir, og brytinn vildi ekkert hafa fyrir fæði Hans litla. Svo nálguðumst vjer Island og fór jeg þá að hlakka til heimkomunnar. Hlýnaði mjer um hjartarætur, er jeg sá sólroðna jöklana gægjast úr hafi. Ekkert bar svo til tíðinda fyr en komið var til Reykjavíkur þann 27. ágúst, kl. 5 eða 6 síðdegis. Jeg fjekk mjer far í land og gekk upp í bæinn. Fanst mjer alt vera miklu minna en jeg hafði átt von á. Hús, sem ávalt höfðu staðið fyrir mjer sem stórhýsi, voru nú lág og lítil hús. Áður hafði mjer fundist sniðskorna hornið á Eymundsens-húsinu vera svo himinhátt, en nú fanst mjer jeg mundi næstum því geta lagt höndina þar upp á. Jeg gekk yfir Bakarabrúna á læknum og upp Bakarabrekkuna. Þar rjett fyrir neðan Bernhöfts- bakarí komu þrír drengir á móti mjer ríðandi. Sá, sem á undan reið, nam staðar. Jeg þekti hann óðar og gekk að hesti hans til að heilsa. Hann beygði sig niður og Iagði aðra höndina um háls mjer og kysti mig. Það fór fagnaðar-ylur um mig. Mjer fanst ísland vera að bjóða mig velkominn, en leit þó flótta- lega kringum mig, hálffeiminn, eins og þetta hefði borið við á götu í Kaupmannahöfn. Það var ósjálf- ráð hreyfing. Þetta var sá drengur, sem jeg unni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.