Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 64
64
Ó Ð I N N
að Vestur-íslendingar »haldi uppi sóma gamla
landis á allan hátt«.
Vinir og venslamenn þessara gömlu heiðurs-
hjóna hjer heima — og þeir eru margir — senda
þeim hugheilar hamingjuóskir um friðsæla elli
og fagurt æfikvöld.
Reykjavík, 19. júní 1928.
Jón Pálsson.
Björgúlfur Ólafsson
læknir.
Landar vorir, sem leitað hafa sjer fjár og
frama erlendis síðustu áratugi, hafa flestir farið
Björgúlfur Ólafsson.
til Vesturheims eða Danmerkur, og ef þeim
hefur vegnað vel, hafa þeir sjaldan leitað heim
aftur til langdvala.
Hjer birtist mynd af manni, sem haft hefur
áræði til þess að kanna þá stigu, sem Islend-
ingum voru ókunnir. Það er Björgúlfur læknir
ólafsson, sem nú er alkominn heim hingað eftir
margra ára dvöl austur í Asíu. Honum hefur
gengið alt til gæfu og frama austur þar, en þó
hefur hann staðráðið að setjast hjer að og hefur
keypt hið fræga höfuðból Bessastaði og reisti
þar bú síðastliðið vor.
Björgúlfur Ólafsson fæddist 1. dag martsmán-
aðar 1882 í Húsum í Neshreppi á Snæfellsnesi.
Faðir hans var Ólafur Jónsson Guðmundssonar
frá Munaðarhóli og Kristínar Ásgrimsdóttur,
Hellnaprests. Kona Jóns, en móðir Ólafs, var
Herdís Ólafsdóttir, Bjarnasonar, Bogasonar, sýslu-
manns á Staðarfelli. Kona Ólafs, en móðir
Björgúlfs, var Guðbjörg Melchiörsdóttir, Eggerts-
sonar prests, Bjarnasonar, Pálssonar, land-
læknis, að Nesi við Seltjörn. Móðir Guðbjargar
var Björg Jónsdóttir Bachmanns, prests að
Klausturhólum. Kona Eggerts, en móðir Mel-
chiörs, var Þorgerður Eyjólfsdóttir frá Sviðholti,
en kona Bjarna var Bannveig Skúladóttir land-
fógeta, Magnússonar. Kona Jóns Bachmanns
var Bagnheiður Björnsdóttir, prests, Þorgríms-
sonar, að Setbergi í Eyrarsveit. Eru þelta merkar
ættir og þjóðkunnar.
Foreldrar Björgúlfs bjuggu í Mávahlíð fyrstu
búskaparár sín, en fluttist þaðan að Húsum og
nokkuru síðar til Ólafsvíkur. ólafur faðir hans
hafði áður verið verslunarmaður og sýsluskrif-
ari í Stykkishólmi, og þá er hann fluttist til
Reykjavíkur (árið 1899), varð hann skrifari hjá
Árna landfógeta Thorsteinsson og síðar bæjar-
fógetaskrifari til dánardægurs. Hann andaðist í
Reykjavík vorið 1910, 58 ára gamall, en kona
hans andaðist 29. dag martsmánaðar 1926 á
heimili Grímúlfs sonar síns.
Björgúlfur ólst upp með foreldrum sínum og
var yngstur þeirra þriggja bræðra, sem nú eru
á lífi, en systkinin voru sex, og dóu þrjú í æsku,
stúlka og tveir drengir. Elstur þeirra bræðra er
Melchiör skipstjóri (fæddur 1. febrúar 1878), en
þá Grímúlfur tollvörður í Reykjavík (fæddur 9.
júní 1880). Melchiör fór ungur í siglingar og
hefur lengi verið skipstjóri og í förum við Kyrra-
hafsstönd. Hann á heima í San Fransisco í
Kaliforníu.
Björgúlfur vandist allri algengri vinnu á sjó
og landi í uppvexti sínum, en veturinn 1898—
99 nam hann skólalærdóm hjá Skúla lækni
Árnasyni, sem þá var hjeraðslæknir i Ólafsvík
(síðar í Skálholti og nú kominn til Reykjavíkur).
Vorið 1899 gekk hann undir inntökupróf í
Lærðaskólanum og settist í fyrsta bekk um
haustið. Var hann þá þegar þroskameiri en títt
er um unglinga á því reki, sterkur vel og glæsi-
legur, og var bekkjarbræðrum hans jafnan mikið
traust að honum, ef »herferðir« voru farnar á
hendur þeim úr öðrum bekkjum. Honum sótt-
ist námið auðveldlega og var jafnan ofarlega í