Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 48

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 48
48 Ó Ð I N N þessari sýn. Viggo Berg var þar og kynti mig ýms- um piltum. Þar á meðal sótaralærling og greifasyni. Aldrei hafði mjer dottið í hug að hægt væri að safna saman á kristilegum grundvelli svo mörgum Kaup- mannahafnar-drengjum af svo ólíkum stjettum. Kl. 7 var hringt bjöllu og fóru þá allir í sæti, bækur cg töfl tekin. Nú sátu milli 300 og 400 drengir á bekkj- unum, og sungu sálma og hlustuðu með athygli á ræðu. Sá sem hjelt hana var lautinant í landhernum Pedersen. Hann var einnig cand. theol. og fram- kvæmdarstjóri í K. F. U. M. ]eg hafði þegar kynst honum dálítið. Eftir ræðuna var svo hálftíma hlje og skemtu drengirnir sjer á líkan hátt og áður við töfl o. s. frv. I hljeinu kom inn ungur maður, og sá jeg strax að hann var kunnugur. Það varð í kring um hann stór þyrping og það var eins og allir keptust um að heilsa honum. Viggo Berg kom til mín og bað mig að koma og heilsa þessum manni. Hann kom mjer svo á hans fund og kynti okkur. Það var Olfert Ricard, þá nýorðinn candidat í guðfræði og hafði hann starfað þar í deildinni um tveggja ára skeið og var í afarmiklum metum. Þetta vissi jeg fyrst síðar. Við rjettum hvor öðrum höndina og heils- uðumst. Svo töluðum við ekki meira hvor við annan að þessu sinni. En því minnist jeg svo ítarlega á þetta, að enginn af öllum þeim, sein jeg hef kynst á lífsleiðinni, hefur verið mjer „ut alter ego“ (sem ann- ar jeg) eins og hann. Faðir hans var Gehejmecon- ferensráð C. F. Ricard, stjórnmálamaður mikill og var lengi deildarstjóri í dómsmálaráðaneytinu; mjög göfug- ur maður. Ættin er af gömlum frönskum hugenotta- aðli. Olfert Ricard er fæddur 2. apríl 1872 og þannig 4 árum yngri en jeg, en var mjer miklu þroskaðri þá þegar. — Þegar jeg kom heim um kvöldið, var öll mín sál sem í uppnámi; jeg sá fyrir mjer þennan drengja- skara, og söngur þeirra hljómaði mjer enn fyrir eyr- um. Fyrir sálarsýn minni reis upp herskari af slíkum sveitum í þjónustu hins mikla konungs, og jeg hugs- aði mjer hvílíkur kraftur það væri, ef þessi aldur gæti unnist fyrir málefni Krists. ]eg fann hjá mjer brennandi löngun til að vera með í slíku starfi og bað guð um leiðbeining, ef hann gæti notað mig í þjónustu sína í einhverju horninu á sínum mikla akri. Þetta kvöld varð mjer hið eiginlega upptöku kvöld í fjelagsskapinn. Svo fór jeg að rækja fjelagið. ]eg keypíi mjer nokkra miða að miðdagsborðinu. ]eg fór nú að komast í kynni við marga fjelagsmenn og fá miklar mætur á þeim. Samt var það misjafnt, fanst mjer sumir vera of svartsýnir og sumir of málugir um andleg efni, en meginþorrinn fanst mjer vera mjög ákveðinn og heilbrigður í öllu. Vfirleitt hvíldi gleðiblær yfir öllu samlífinu og mikill frískleiki með alvöru. Um það leyti sem jeg borðaði þar, kom þang- að piltur utan af ]ótlandi. Honum var gefið að borða í K. F. U. M., því hann var bláfátækur og kom til þess að læra hljóðfæraslátt. Hann hafði tilsagnarlítið lært að leika á piano, orgel og fiðlu, og einhverjir, sem sáu að hann hafði afarmikla hæfileika til þessa, höfðu komið honum á framfæri. ]eg sá hann fyrst við miðdagsborðið, og vissi ekki hver hann var. ]eg hjelt fyrst að hann væri ekki með öllum mjalla, hann ljet svo kjánalega. Hann var lítill og pervisalegur og allur fremur ófjelegur að sjá. Það var eins og hann hefði ekkert vald yfir hreyfingum sínum, og tæki ekkert tillit til velsæmis í hegðun og almennum manna siðum. Hann flyssaði og hló að engu og hafði alls- konar viprur og fettur og brettur, og alt tal hans var hreinasta bull. ]eg kendi í brjósti um hann. Þriðja daginn, sem við borðuðum saman og auðvitað margir fleiri, ljet hann eins og versta skrípi. Svo þegar stað- ið var upp, fórum við inn í daglegu stofuna; þar var stórt flygel. Alt í einu ríkur hann að hljóðfærinu og segir: »Hæ, hó, nú skal jeg spila!« ]eg hugsaði, það verður laglegt eða hitt þó heldur. — Hann settist við hljóðfærið og opnaði það. Alt í einu rjettist hann all- ur við. Það kom eins og stæling í vöðvana. Hann sló fyrstu nóturnar, og fór svo að spila. Allir stein- þögðu og sátu sem steini lostnir. Það var ekki venju- legt skólað lærdómsverk. Það var eldur, þróttur og trylling, en svo fagurt og grípandi. ]eg veit ekki hvað hann ljek, hvort það var eitthvert stórt óperuverk eða tilbúið þá á þeirri stundu. En allir sátu svo agndofa, bundnir af einhverju töfravaldi, sem ekki verður lýst eða útmálað. Mann gat ýmist langað til að gráta eða þá þjóta upp og æða um; stundum var eins og ís- kaldur hrollur færi um mann allan. Hann ljek langa stund, það var eins og enginn þyrði að hreyfa sig. Hann sjálfur var eins og allur annar maður. — Svo stökk hann upp alt í einu og baðaði út höndunum og hló. Það var eitthvað nærri því hrollvekjandi við hláturinn. Og hann varð aftur eins og áður. Einn stúdent, sem sjálfur ljek mjög vel og hafði haft besta skóla, sagði: »Það er dásamlegt; jeg hef aldrei heyrt annað eins«. Niels (svo hjet pilturinn) var spurður, hvað hann hefði spilað. »Veit ekki!« var svarið. — Eftir þetta ljek hann oft. Auðvitað hafði það ekki sömu áhrif, því nú kom það ekki flatt upp á menn. ]eg hafði fengið mjer tíma í dönskum stíl hjá mál- fræðingi einum, og um þetta leyti skrifaði jeg stíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.