Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 31
Ó Ð I N N 31 enga orðabók með mjer. En því meir sem jeg las, því belur skírðist efnið fyrir mjer. ]eg las hana fimm sinn- um á ferðinni. Og skildi jeg hana mætavel í 5. lestri. Jarpur og jeg höfðum báðir gagn af þessu. Jeg fór síðan norður í Eyjafjörð og heimsótti vini mína í Hrísey og víðar. Dvaldi nokkra daga á Akureyri og hjelt þaðan vestur í Skagafjörð aftur og fram í dali, til Þórðar móðurbróður míns á Þorljótsstöðum. Jeg kom að Goðdölum til sjera Hálfdanar, var Páll bróðir minn þar vinnupiltur, 17 ára gamall. Mjer þótti þungt að skilja við vini mína, því að jeg bjóst ekki við að sjá þá marga framar, því óvíst væri að vita, hvar ieiðir mínar lægju og þegar jeg var kominn vestur á Vatns- skarð og nam staðar hjá Gígjarfossi og horfði yfir hina fögru sveit, rifjuðust upp minningar mínar, og þá fanst mjer að nú væri jeg að kveðja Skaga- fjörð í hinsta sinn. Þetta var síðdegis og skein sólin á Blönduhlíðarfjöllin og Hólmurinn lá baðaður í sumarsólskini og alt var svo fagurt og frjótt og norðurhjeraðið og eyjarnar stóðu hátt af titrandi tíbrá. Þá kom yfir mig slíkur söknuður, að jeg fór að hugsa um hvort ekki væri best að vera heima og hætta við allar siglingahugsanir. En útþráin varð heim- þránni yfirsterkari. Svo reið jeg vestur Vatnsskarð og gisti í Bólstaðarhlíð hjá vinum mínum þar, merk- ishjónunum Guðmundi Klementssyni og Ingiríði Er- lendsdóttur, bónda í Tungunesi. Var með okkur góð vinátta, því hún var heimasæta í Tungunesi veturinn sem jeg var þar, og var mjer mjög góð, og ávalt síðan. Þaðan fór jeg næsta dag yfir að Tunguhálsi og svo að Svínavatni. Þar var jeg tvo daga um kyrt. Þangað kom sjera Hálfdán Guðjónsson og var á leið vestur að Breiðabólstað í Vesturhópi, því hann var að sækja um það brauð. Við urðum svo samferða vestur. Það var maður, sem gaman var að ferðast með, fullur af kæti og skemtun, en alt svo vel stilt í hóf að öll hans kæti var í senn bæði göfgandi og hressandi. Við gistum í Steinnesi, hjá sjera Bjarna Pálssyni, og höfðum þar ágæta og skemtilega nótt. Hann fylgdi okkur næsta dag vestur undir Hópið og síðan fórum við sjera Hálfdán út að Klömbrum. Þar átti jeg vinum að mæta, því þar var Sigurjón Jóns- son, nú læknir í Dalvík, og Halldór sonur Júlíusar læknis. Jeg sat þar í miklu yfirlæti um kyrt næsta dag. Júlíus læknir var hinn skemtilegasti og voru þau læknishjónin mjer bæði einkar góð. Jeg reið daginn, sem jeg var þar um kyrt, út að Vesturhópshólum að heimsækja vin minn Jón Þorláksson. Þangað fylgdi mjer Moritz litli, sonur Júlíusar læknis, ákaflega elsku- legur drengur, og fanst mjer streyma einhver elskuleg hlýja og góðleiki frá honum. Síðan hef jeg aldrei getað gleymt honum. Við sjera Hálfdán skildum á Klömbrum. Jeg fór þaðan að Breiðabólstað og hitti þar Halldór vin minn Gunnlaugsson. Hann var þá nýlega búinn að missa föður sinn og var um sumarið heima hjá stjúpu sinni, frú Halldóru Vigfúsdóttur. Við vorum í ætt saman frú Halldóra og jeg. Þórhallur sonur hennar var þá kornungur og varð jeg mjög hrifinn af litla frænda, og hann var mjer líka góður og elskulegur og gaf mjer mynd af sjer og kisu sinni. Þegar jeg fór það- an, fylgdu þau mjer langt fram á Miðfjarðarháls, frú Halldóra og Halldór. Halldór var einn af mínum góðu vinum. Hann var þá í öðrum bekk eða, rjettara sagt, kominn þá um vorið upp í þriðja. Fáir piltar voru honum fremri að saklausri kæti og fyndni. Hann teiknaði mjög vel og hafði glögt auga fyrir veikum hliðum manna, en hann var svo göfugur í lund, að öll hans fyndi og skop var græskulaust og saklaust. Hann var bæði vel gáfaður og ástundunarsamur; átti til fjör og blíðu og djúpa alvöru innifyrir. Hann var því mjög vinsæll og þótti hið besta mannsefni. Jeg hef fáa bekki í skóla átt eins kæra sem heild, eins og þann 2. bekk, sem var þegar jeg var í 6. bekk, og sjaldan þótt vænna um skeyti en það, sem bekkj- armenn sendu mjer, þegar þeir hjeldu 15 ára stúdenta afmæli sitt, mörgum árum seinna. Jeg var mjög sæll á leiðinni fram á Miðfjarðarháls, því jeg fann, að jeg átti vináttu þessa skólabróður míns. Jeg gat ekki var- ist að fá tár í augun, er við skildum. Síðan hjelt jeg suður sveitir, en man lítið um þá leið, nema það, að jeg kom að Stafholtsey og var þar nótt. Jón Blöndal var mjer mjög kær vinur og fylgdi hann mjer upp að Grímsá. Þar sátum við lengi við ána og töluðum saman. Varð sá dagur ódrjúgur til ferðalags og komst jeg um kvöldið aðeins að Grund í Skorradal. Þar var jeg um nóttina í góðum fagnaði. Til mín kom fram í stofu Pjetur bóndi og þá gamall maður og blindur, að mig minnir. Hann var ræðinn mjög og hinn skemtilegasti. Hann mundi vel, er við sextán komum þangað haustið 1887 og jók það kunningsskapinn, að jeg var einn af þeim 16. Jeg sagði honum allan söguþráðinn úr Sans FamiIIe og um morguninn, er jeg var að fara, vildi hann ekki taka neitt fyrir næturgreiðann. Jeg fór ekki þaðan fyr en eftir hádegi, mjer var svo rótt í samtölum við gamla manninn. Mjer fanst hann vera höfðingi úr gömlu sögunum. Jeg fór fremur hægt þá um daginn og settist að á Þyrli og var þar næstu nótt. Jeg reið svo þaðan snemma og fór nú geyst, því nú var síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.